Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 29
FÉLAGSBRÉF 27 hin grimmasta ógnarstjóm gegn þeim með látlausum ofsóknum. Bierut-stjórnin haföi vitanlega að engu samþykkt Yalta-ráöstefnunnar um frjálsar kosningar svo fljótt, sem verða mætti, og frestaði alveg að gera tilraun til neins þess, er kosn- ingar mætti telja, þangað til í janú- ar 1947. Á meðan undirbjuggu kommúnistar og skipulögðu kosn- ingavél, sem var botnlaus kúgunar- og svikamylla frá upphafi til enda. 011 tæki ríkisvaldsins til áhrifa og ógna vom tekin í notkun. Kosn- ingadagur var ákveöinn 19. janúar, og eftir því sem hann nálgaðist meir voru fleiri og fleiri þúsundir bænda- flokksmanna handteknar og haldið í fangelsum og fangabúðum án dóms og laga. Brotizt var inn á heimili þeirra og þau rannsökuð, meðlima- skrár og flokksskjöl voru gerð upp- tæk, eigur flokksins voru eyðilagðar og fundum lians sundraö af kylfu- búnum bullum og „öryggislögreglu“ í sameiningu. 25% af flokksfélögunum voru bönnuð í héraðum, þar sem flokkurinn átti mestu fylgi að fagna. Hundruð flokksmanna voru myrt, og hvaðanæfa bárast fregnir um hroða- legar misþyrmingar, sem bænda- flokksmenn höfðu oröið fyrir. Blöð Bændaflokksins voru að sjálfsögðu undir strangri ritskoðun, og fengu ekki fréttir nema af mjög skornum skammti. 75 frambjóðend- ur flokksins voru handteknir rétt fyrir kosningarnar, 40 aðrir strik- aðir út af framboðslistunum. Þeir, sem þá voru eftir, urðu að fara að meira eða minna leyti huldu höfði vegna hótana og ofsókna. Snemma í janúar vakti stjóra Bandaríkjanna athygli Bretastjórnar og Ráðstjórnarinnar á brotum þeim, sem framin væra á Yalta^samþykkt- inni í Póllandi og bar fram harð- orð mótmæli. Lagði hún áherzlu á þá kröfu sína, að staðið væri við millirí k j asamninga. Sovét-stjórnin svaraði 13. janúar með harla hlálegu plaggi. Hélt hún því fram, að „vissir meðlimir“ Bændaflokksins hefðu staðið í sam- bandi við ólöglega leynihreyfingu og gripið til „hverskonar liótana, of- beldis og morða í því skyni að hindra það, að kosningaundirbún- ingur til þingsins gæti farið fram á eðlilegan hátt. Þnð væri hinsvegar augljós skylda stjórnarinnar að gera nauðsynlegar ráðstafanir gagnvart þessum glæpsamlegu öflmn, og þess vegna væri það óviðurkvæmilegt með öllu að hlutast til um framkvæmd slíkra ráðstafana, og einkum sæti það illa á stjórn annars ríkis. Kreml tók liér að sér að fram- kvæma hið pólitíska boðorð Hitlers um „stórlygina“, sem alveg snýr sannleikanmn við. Og ekki nóg með það. Nú vefengir Ráðstjómin einnig rétt samaðila sinna að Yalta-sam- þykktinni til þess að láta sig varða augljós brot á henni, með þeirri auðvirðilegu undanfærslu, að þetta sé „innanlandsmálefni Póllands“. Kosningaúrslitin voru tilkynnt á þá leið, að stjórnarflokkarnir hefðu fengið 394 þingsæti af 444. Bænda- flokkurinn fékk 28 þingsæti og aðr- ir minni flokkar þau, sem eftir voru. Þegar hér var komið sögu, var Bændaflokkur Póllands í raun og veru dauður, en þó var rödd hans á þingi enn ekki með öllu þögnuð.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.