Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 27
FÉLAGSBRÉF 25 til kæmu þeir menn einir, sem auð- mjúklega tækju við öllum fyrirskip- unum frá Moskvu, eða þá í annan stað mönnum, sem væru svo miklir ómerkingar í opinberu lífi, að þeir ættu ekkert fylgi. Molotov lagði því blátt bann við því, að forsætisráð- herrann Mikolajezyk fengi sæti í stjórninni. Það var ekki fyrr en 28. júiií sem samkomulag náðist loks, sem í orði kveðnu átti að vera fram- kvæmd á Yalta-samþykktinni, en var það þó vitanlega engan veginn. Þriggja stórvelda nefnd samdi að lokum ráðherralista, sem Moskva sætti sig við. Baleslaw Bierut varð forseti þjóðráðsins. Forsætisráðherra varð Edward-Osobka-Morawsky, — fyrsti varaforsætisráðherra Wlady- slaw Gomulka, sem verið hafði í Lublin-nefndinni og loks annar vara- forsætisráðherra Stanislaw Mikolajc- zyk. Um vorið hafði Rauði herinn tekið upp náið samstarf við pólsku ör- yggislögregluna, sem kommúnistar höfðu stofnað, og lögðust þessir að- ilar á eitt um að þefa upp og draga fyrir rétt fyrrverandi meðlimi and- spyrnuhreyfingarinnar og heima- varnaliðsins. Yfirforingi öryggislög- reglunnar var Stanislaw Radkiewiez, sem áður hafði gegnt svipuðu starfi hjá Lublin nefndinni. Hann var læri- sveinn Bería og Stalíns og þeim mjög samboðinn. Sem öryggismálaráðherra í nýju stjórninni hafði hann umráð yfir 50 þúsund manna njósnaraliði, sem þaulæft hafði verið í Moskvu auk ótalinna „siálfboðaliða". í ársbyrj- un 1945 höfðu þúsundir manna úr andspymuhreyfingitnni verið teknir liöndum, sendir í þrælabúðir eða skotnir. Seint í marz var svo líkast því, sem kommúnistar hefðu í hyggju að breyta eitthvað um stefnu. Rússneskur hershöfðingi, Ivanov, gerði leiðtogum pólsku neðanjarðar- hreyfingarinnar boð að koma á fund með sér á tilteknum stað í nánd við Warsjá. Var þeim heitið fullum grið- um, enda skyldu þetta vera vinsam- legar viðræður um það, hvemig skyldi skipa málum andspymuhreyf- ingarinnar í framtíðinni. Sextán leiðtogar ginntust til að sækja þetta rússneska boð, þar á meðal Okulieki hershöfðingi, eftir- maður Bors, og fulltrúar þeirra flokka, sem stóðu að útlagastjórninni í London. Til þessara manna spurðist aldrei síðan, fyrr en það kom í ljós, að þeir höfðu allir verið sviknir og handteknir, fluttir til Moskvu og leiddir þar fyrir rétt 18. júní. Nokkr- ir „játuðu“, en rússneskur herréttur dæmdi tólf þeirra seka. Að dómum þarf ekki að spyrja. Þeir voru nægi- lega strangir til þess, að þessir menn gerðu kommúnistum ekki ónæði í bráð. Þannig var ástatt í Póllandi, þegar Mikolajczyk kom til Warsjár til þess að gerast landbúnaðarráðherra í hinni nýju stjóm. Af 21 ráðherra í stjórninni höfðu 14 átt sæti í Lublin- nefndinni. Bændaflokknum liafði afdráttarlaust verið lofað ein- um þriðja ráðheiraembættanna og allrar stjórnlegrar ábyrgðar. Það urðu ekkert annað en svik að göml- um Sovét-vanda. Hann hlaut í raun og veru aðeins fjögur minniháttar ráðherraembætti. Og þó var það ekki

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.