Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 16
14 FÉLAGSBRÉF bændaflokkinn í marz 1946 og litlu síðar Jafnaðarmannaflokkinn. Stýrði þáverandi forsætisráðherra Szakasits, þeim arminum, sem ekki vildi segja slitið að öllu samstarfi við komm- únista. I desember hóf Rakosi eitraða árás á Smábændaflokldnn, sem allir áróðursmenn kommúnista berg- máluðu um gervallt landið. Síðasta dag ársins voru 250 menn teknir liöndum fyrir „samsæri", meSal þeirra var einn af þekktustu hers- höfðingjum landsins. Og síðan hófst árið, sem Rakosi nefndi „ár úr- slitanna“ og var jafnan mjög hreyk- inn af. Ár úrslitanna rann upp yfir Ung- verjaland með miklum ugg og ógn- um. Verið var að gera nýja hreins- un í óSa önn vegna síðasta „sam- særisins". ASstaða lýðræðissinna til að láta að sér kveSa var orðin mjög veik. Eina röddin, sem ósmeyk virt- ist að tala máli þjóðarinnar og mannlegs frelsis og kristilegra hug- sjóna var Mindszeuty kardináli. Lét hann ekkert tækifæri ónotaS til þess að fletta ofan af glæpaferli Laslo Rajks innanríkisráSherra og kiunp- ána hans. En nú voru kommúnistar búnir að koma svo ár sinni fyrir borð, að þeir gátu látið til skarar skríSa gegn Smábændaflokknum. Skyldi sókninni stefnt að einum allra vinsælasta og atorkusamasta foringja hans. ÞaS var Bela Kovacs, aðalritari flokks- ins, og sá leiðtogi hans, sem talið var, að myndi eiga mestu fylgi aS fagna. 4. janúar 1947 tilkynnti innan- ríkismálaráðherrann, Laslo Rajk, aS komizt hefði upp um nýtt „sam- særi, sem stefnt var gegn lýðveld- inu“. Skömmu síðar var það látiS uppi, að um eitt hundrað þingmenn Smábændaflokksins væru við þaS riðnir, þar á meSal viðreisnarmála- ráðherrann Misteth og Bela Kovaes, sem nefndur var foringi samsæris- manna. Þingið, sem nú hafði tapaS einurS sinni fyrir ógnum og ofbeldi kommúnista, felldi úr gildi friShelgi hinna ákærðu þingmanna, sem þegar voru teknir höndum af ör- yggislögreglu Gabors Peter. Þegar kommúnistar kröfðust þess, að friShelgi Kovacs yrði einnig úr gildi felld, risu bændaþingmenn þó upp til öflugrar andstöðu. Sam- þykktu þeir einum rómi að standa sem einn maður gegn hverri tilraun til þess aS eyðileggja Smábænda- flokkinn með ofbeldi. En. nú kom sú sorglega staSreynd í ljós, að Smá- bændaflokkurinn var ekki svo sterk- ur sem Zoltan Tildy hafði ætlað. Hann reyndist þvert á móti veikur eins og hálmsstrá fyrir vélræðum kommúnista og alls ófær um að verja líf sinna eigin þingmanna. Nú tóku aðgerðir Moskvumanna á sig það, sem kommúnistar kalla form hinnar snöggu valdbeitingar á úrslitastund. 26. febrúar tóku Sovét- agentar Kovacs höndum og höfSu á brott með valdi, þar sem hann af frjálsum vilja hafði fallizt á aS mæta til yfirheyrslu hjá lögregl- unni. Hann var þvínæst af Sovét- herruniun ákærður fyrir „að hafa á virkan hátt tekiS þátt í að mynda andsovétískar ógnarsveitir, og skipu- leggja njósnir gegn Sovétríkjunum". Þótt merkilegt megi heita var nú

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.