Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 17
FÉLAGSBRÉF 15 Bela Kovacs - píndur Kommúnistar rœna syni Nagys fjögra ára \il að játa og líflátinn. og liafa í lialdi til aS beygja föður hans. ákæran um samsæri gegn ungversku stjóminni gleymd. Ameríski fulltrúinn í hemáms- nefndinni kraföist þess, að nefndin fengi öll tækifæri til þess að rann- saka alla málavöxtu í sambandi við handtöku Kovacs. Því var gersam- lega neitað, og sömu útreið fengu svipuð tilmæli af hálfu brezka full- trúans. Rökin vom þau, að þriggja velda rannsókn í þessu máli væri „ruddalegt brot á löglegum rétti ungverskra alþýðudómstóla og óvið- eigangi takmörkun á löglegum rétt- indum Sovétskra hernámsyfirvalda". Bela Kovacs varð fyrsta fómar- dýrið, en annars var atlögunni fyrst og fremst stefnt að Ferene Nagy. Nagy, sem ennþá var talsmaður vin- samlegrar stefnu í garð Sovétríkj- anna, fór í leyfi til Sviss 18. maí, fullviss um þaö, aS engin sérstök hætta væri á ferðum. Þetta var þó ærið gálausleg ráðstöfun, því að í fjarveru hans hafði varaforsætisráð- herrann, Rakosi, raunverulega allt ráS stjómarinnar í hendi sér. Sjálft rothöggiö á Smábænda- flokkinn féll 30. maí. Þá vom birtar ákærur á Nagy forsætisráðherra, reistar á „játningum", sem Kovacs átti að hafa gert í fangelsinu. Sam- kvæmt þeim var forsætisráðherrann riðinn við samsæri — gegn sinni eigin ríkisstjórn — og virtust allir nema kommúnistar sjá, hvað ákæran var afkáralega aulaleg. Stjóm Smábændaflokksins geröi foringja sínum þegar viSvart og lagði fast að honum að hverfa þeg- ar heim og svara þessum fáránlegu staðleysum. En 2. júní sagði Nagy af sér ráðherraembætti og þvertók fyrir aS fara til Ungverjalands. Olli þaS vinum hans ýmsum og flokks- mönnum sárum vonbrigðum. En í þessu máli öllu kom vélræða- tækni kommúnista harla vel í ljós, eins og hún er í eðli sínu. Er þess þá fyrst að geta, að kommúnistar tóku fjögra ára gamlán son Nagys og héldu honum sem gísl, en létu

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.