Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 42
40 FÉLAGSBRÉF Margs er að vísu völ vísdóms á hæðum: Glit lífsins, gæfa og böl geymt er í fræðum, orð, gjörðir, ártöl þörf, allt fært í letur. Hnjúkfríði hagnýt störf hugnast þó betur. Snemma veittu menn því athygli, að Jakob Thorarensen lét vel að segja sögu í ljóði og skapa persónur. Man ég eftir því, að ritdómari sagði einhvern tíma, að honum hlyti einnig að láta vel að skrifa sögur í óbundnu máli. Enda kom það í ljós, áð hann var vel hlutgengur á þeim vettvangi. Árið 1929 kom út fyrsta smásagnasafn hans Fleygar stundir, en þá hafði hann birt nokkrar sögur í tímaritum undir dulnefninu Jón jöklari. Alls hafa komið út eftir hann 5 smásagnasöfn, hið síðasta, Fólk á stjái, 1955. Af tímasökum mun ég ekki ræða skáldskap hans í óbundnu máli að þessu sinni. Þó að sögur hans séu misjafnar, eru sumar þeirra perlur, eins og Helfró, sem er í tölu beztu smá- sagna á íslenzku. Persónur hans bera svipmót fólksins, sem er á stjái í kringum okkur, oft skyggnzt djúpt inn í sálarlíf þeirra og margar vel gerðar. Hann tekur gjarna til meðferðar átök gamals og nýs tíma, er oft glettinn á yfirborði, en alvara undir niðri. Og yfirleitt sýna sögurnar ljóslega, að höfundurinn kann vel að segja sögu og byggja upp smásögu. Jakob Thorarensen er sjötugur. Á honum virðast enn engin ellimörk, hvorki líkamleg né andleg, og penni er honum enn huglátt hjú. Á fertugs afmæli sínu bað hann í kvæði um heiða list og hugsun sér til handa. Þeirri bæn hans hefur verið fullnægt. List hans er heið, svöl og björt. Svalt og bjart kallaði hann eitt smásagnasafna sinna og síðar ritsafn sitt, og er það réttnefni. Hann skirrist aldrei við að segja sannleikann, en skrök og blekking nærist ekki í verkum hans. I einu kvæða sinni, Degi, líkir hann deginum við knörr, sem mennirnir skipi út í verkum sínum. Eitt erindið hefst á þessa leið:

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.