Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 40
38 FÉLAGSBRÉF Eitthvað hryllilegt gerist, neyðaróp stúlkunnar, sem þó eng- inn í borginni gefur gaum, utan kararkarl einn hreytir út úr sér: Fer hann enn að kyrja og kveina kattarskrattinn arfagulur. Stúlkan var vitskert frá þessari stundu. Af listíirkröfum fáum við ekki að vita, hvað þama gerðist, nema það sem ráða má af óráðshjali sturlaðrar manneskju. Líkt kemur fyrir í Dulugjá. Ungur maður hefur hrapað í gjána og kemst ekki þaðan. Hamr- arnir glotta að neyðarópum hans, menn, sem eiga leið hjá, heyra eitthvert hljóð, en hirða ekki um og hafa gleymt því á næsta leiti. Eyru okkar manna eru stundum þykk og lokuð, þegar þau ættu ekki að vera það. Jakob Thorarensen hefur samúð með hinu smáa og ómáttuga, en aðdáun á því stórbrotna og máttuga, báði í skapgerð fólks og úti í náttúrunni, og hann lýsir þessu stórbrotna betur en önnur samtíðarskáld, hvort sem það er móðurástin eins og hjá Ásdísi á Bjargi, stolt og særðar tilfinningar, eins og hjá Hildi- gunni, konu Höskulds Hvítanessgoða, staðfesta, eins og hjá Þorgilsi skarða, „Bliknaði’ ’ann lítt af biskups svörum, þótt bólaði ögn á hörðum kjörum“. Hann getur dregið upp stór- kostleg hugarmálverk af hrikaleik náttúrunnar, eins og myndina af briminu í Hinzta degi. ... helzt virðast fjöll með hamrasyllum hrynjandi bera að traustum kneri. Annars notar hann árangursríka aðferð til þess að lýsa mis- kunnarleysi og stærð dauðrar náttúrunnar, — hann gefur henni líf og mál. 1 Hinzta degi verður óveðursblikan að skrímsli bólgnu af hroka, sem „breiðir úr sporði í háa norðri“, sem hámar í sig bláma loftsins, „lygnuna gleypir, ljósið glepur, loftinu spillir, sjóinn tryllir". Jökulsá á Sólheimasandi er grá-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.