Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 13
FÉLAGSBRÉF 11 Evrópu eftir styrjöldina. Ivommún- istar höföu þá ekki ennþá fullkomn- að þá tækni sína aS fara í kring um vilja heilla þjóSa og hafa hann aS engn. Kosningar í Búlgaríu fóru fram hálfum mánuSi síSar, en brotin á öllum lýSræSisreglum í sambandi viS þær voru svo ruddaleg og of- boSsleg, aS flokkar þeir, sem and- stæSir voru kommúnistum, sáu sér ekki fært aS taka þátt í þeim. Þegar til kosninga kom í Rúmeníu og Tékkóslóvakíu 1946 og Póllandi 1947, höfSu kommúnistar lært aS gera kosningar svo úr garSi, aS þær voru skrípaleikur einn, yfirvarp of- beldisins, og gríma, sem allir sáu þó í gegnum, nema harSósvífnustu fyrirsvarsmenn kommúnista sjálfra. I nýju ungversku stjóminni heimtuSu kommúnistar — og fengu — hiS þýSingarmikla embætti innan- ríkisráöherrans. ÞaS var fengiS í hendur Laslo Rajk, þáverandi for- ingja flokksins. Fékk Rajk þannig ótakmörkuö yfirráS yfir pólitísku lögroglunni. YfirmaSur hennar var Gabor Peter, einn skuggalegasti mannhundur, sem fariS hefur meS völd, ef trúa má Krustjoff í Kreml. Þeir félagar Rajk og Peter hófu gegndarlausar ofsóknir á hendur öll- um lýSræSissinnum og létu drepa þá í tugum þúsunda. Hinsvegar uröu þeir síSar aS falla fyrir reiSi Sovét- horranna sem fórnardýr einnar af hinum alkunnu hreinsunum þeirra. AstæSan til hinna gegndarlausu ofsókna var í orSi kveSnu sú, aS þeir kmnpánar • þóttust hafa komizt á snoöir um samsæri konungssinna í því skyni aS steypa stjóminni. Þetta var auSvitaS helber uppspuni. Um þær mundir birti Mindszenty kardináli hirSisbréf, þar sem hann fordæmdi harSlega hinar villimann- legu aSfarir pólitísku lögreglunnar. YarS þessi árekstur hans fyrstur viö handbendi og böSla Sovétherr- anna — og lauk ekki þeirri orrustu fyrr en meS handtöku hans 1948. 1. febrúar 1946 var ungverska „lýSveldiS" formlega stofnaS. Zoltan Tildy varS forseti, Fcrenc Nagy for- sætisráSherra og Bela Varga for- seti þjóSþingsins. Allir vora þeir foringjar Smábændaflokksins. Þrátt fyrir þaS þó aS hverjum manni væri þaS augljóst, aS innan- ríkisráSuneytiö sat á svikráSum viS stjómina og þjóSina, virSast hinir aSrir ráSherrar hafa veriS furSu ró- legir og barnalega einfaldir. Til dæm- is gaf forsætisráSherrann, Nagy, út svohljóSandi yfirlýsingu 22. janúar: „Ég lýsi því yfir, aS enginn heiS- arlegur maSur, og enginn, sem tekur drengilegan þátt í stjórnmálum Ungverjalands, þart aS láta sér til hugar koma, aS Kommúnistaflokkur- inn hafi uppi neinar ráSageröir um þaS, aS Ungverjaland skuli gert eit't af meSlimaríkjum Sovétsambands- ins. Frá því augnabliki, aS hann kom fram á hiS pólitíska sviS, hefur kommúnistaflokkurinn kallaS sig ungverskan og þjóölegan flokk". Og Tildy forseti lét á þessa leiS um mælt viS amerískan blaSamann: „Ég hef ekki oríiS þess var, aS kommúnistar séu aö reyna aS þrýsta sínum vilja upp á stjómina. Og jafnvel þó aS þeir reyndu þaS, þá myndi þeim ekkert verSa ágengt, af því aS Smábændaflokkurinn er svo sterkur".

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.