Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 23

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 23
FÉLAGSBRÉF 21 þjóSeiningar". Auðvitað var hér ekki um annað að ræða en klíku, sem Kjreml-herrarnir höfðu klakið út. En nú ger'ði hún brotalaust kröfu til þess að vera talin stjórn Póllands og hafa stjórnarvöld yfir öllum Pól- verjum. En margt var það þrátt fyrir allt, sem enn stóð fyrir því, að Sovét- Bússland gæti umsvifalaust undir- okað Pólland. I fvrsta lagi sú sterka þjóðemis- tilfinning, sem öldum saman hafði staðizt kúgun og yfirgang voldugra nágranna. Samofin þessari kennd var djúprætt tortryggni í garð beggja, Þýzkalands og Sovét-Rússlands, sem bæði höfðu átt sök á aldalöngum hörmungum pólsku þjóðarinnar, því Sovét-Rússland var í þeim efnum beinn arftaki keisaradæmisins í aug- um Pólverja. Þessi þjóðemistilfinning var mjög sterk meðal bænda, engu síður en meðal miðstéttarinnar og æðri stétta. En einkum gætti hennar þó ákaflega í hemum. Og fyrir þessa tilfinningu og þau pólitísku sjónarmið, sem af henni leiddi, var pólska útlagastjóm- in í London hinn gildi, þjóðlegi full- trúi. Pólska útlagastjómin var frjáls- lynd borgaraleg stjórn, að mestu leyti skipuð mönnum úr pólska bændaflokknum, sem var sterkasti flokkur landsins, og að auki mönn- um úr flokkum jafnaðarmanna, ka- þólskra og lvðræðissinna. Eoringi Bændaflokksins var Stanislarv Mikol- ajczyk, víðkunnur landbúnaðarfröm- uður. 14. júlí 1943 varð hann for- sætisráðherra pólsku útlagastjómar- innar, eftir dauða Sikorskis hers- höfðingja, sem farizt hafði í flug- slysi. I fyrstu ræðu, sem Mikolajczyk hélt sem forsætisráðherra, mælti hann: „Vandamálið um sambúð Pól- lands og Sovét-Rússlands, er í svip- inn höfuðvandamál utanríkisstefnu vorrar. Pólska stjórnin liyggst að taka á þessu vandamáli af fyllsta góðvilja og samvinnuhug við Sovét- ríkin, byggðum á gagnkvæmri virð- ingu og tilliti til hagsmuna hvors aðila um sig. Góð sambúð Póllands og Rússlands er söguleg nauðsyn beggja ríkja“. En á þeim tíma, sem þessi ræða var haldin, hafði þó mjög alvarlegt mál komið upp á milli Kreml og pólsku útlagastjómarinnar. 13. apríl, þrem mánuðum áður, hafði þýzka útvarpið skýrt frá því, að fundizt hefðu í Katyn nálægt Smolensk grafir allt að tíu þúsund pólskra liðsforingja, sem Þjóðverjar héldu fram, að Rússar hefðu myrt snemma árs 1940, þegar Rauði her- inn hafði landssvæði þetta á valdi sínu. Þó að Pólverjar í London og stjóm þeirra bæra ekki mikið traust til þýzkra fregna, hallaðist hún þó að því, að frásaga Þjóðverja væri sönn, þar sem henni hafði reynzt ógerlegt að komast að raun um það samkvæmt upplýsingum Sovéther- stjórnarinnar og annarra rússneskra yfirvalda, hvað væri orðið af þús- undum pólskra liðsforingja, sem saknað var. Eftir þrjú ár var enn- þá allt á huldu um örlög þeirra og þótti að vonum grunsamlegt. Utvarpið í Moskvu birti harðorð mótmæli gegn hinni þýzku fregn

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.