Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 38
36 FÉLAGSBRÉF við sig, vísar hann þeim ákveðinn á bug, og verður þá oft að beita hörku eða skopi. Af þessum sökum finnst sumum hann harður, sem hann og stundum er. Glettnin er sterkur þáttur í skáldskap Jakobs, bæði Ijóðum og sögum. Stundum er þessi glettni meinlaus, eins og í Skratta- kolli, sem er eitt af beztu skopkvæðum á íslenzku. Vel lýsir skáldið bóndanum, þegar hann opnar búrdyrnar og sér manninn í faðmlögum við konu sína og segir: ... skammastu þín nú, skrattakollur. En oft verður glettni Jakobs að háði, eins og þegar hann gerir gys að hinum rólynda, sem ekkert getur komið úr jafn- vægi, m. a. með þessum orðum: Hafi indæl auðargná ástarheit þér gefið, hrifning kannsk^ marka má af meiri töku í nefið. En lífið er þó löngum alvarlegra á tímum heimstyrjalda en svo, að það verði rætt með gamni og glettni: Hungur veraldar, hel og grátur halda nú fyrir jöklum vöku. Ert þú, heiðraði herra, kátur, hefurðu um lífið gamanstöku? Jakob Thorarensen er stórbrotið og þróttmikið ádeiluskáld, harður og miskunnarlaus á stundum og sérstæður í ádeilunni sem öðru. Hann deilir á samtíðina, en nöldrar aldrei um vax- andi spillingu eða versnandi heim, og ekki leggur hann sig niður við pólitísk dægurmál. Oftast er ádeila hans sprottin af samúð með olnbogabörnum þjóðfélagsins eins og í kvæðunum Hann stal, Hjá gálganum og Útburði eða samúð með ieiksoppum mein-'

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.