Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 35

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 35
FÉLAGSBRÉF 33 dóttir, í hákarlalegum, sem er sennilega eitt bezta kvæði sinnar tegundar á íslenzku. Það er í senn ljós mynd af atvinnuháttum, sem nú eru liðnir undir lok, og lifandi lýsing á útigangsjálk- unum, sem stunduðu þennan atvinnuveg. Einnig nefni ég tvö þung og markvís ádeilukvæði, Hann stal og Hjá gálganum. En ekki má skorða þetta rabb við bókina Snæljós eina, þó að um hana mætti tala lengi. Alls hafa komið út eftir skáldið S ljóðabækur. Að sjálfsögðu eru kvæðin misjöfn að gæðum, en alls staðar úir og grúir af ágætiskvæðum og perlum. Er við lítum yfir skáldskap Jakobs Thorarensens í heild, tökum við strax eftir því, að hann hefur ekki átt samleið með meginstefnunni í ljóðagerð samtíma síns, og á ég þar við þá stefnu, þar sem þá ber hæst Stefán frá Hvítadal og Davíð Stef- ánsson. Jakob er cngu samtímaskáldi líkur. Og ef við lítum á 19. öldina, finnum við helzt skyldleika hjá Bjarna Thoraren- sen, frænda Jakobs, og Grími Thomsen, og vill svo til, að bæði þessi skáld eru sérstæð á 19. öld, og okkar öld hefur minna til þeirra sótt en annarra skálda, þó að báðir virðist ætla að verða ódauðlegir í íslenzkum bókmenntum. Ekki virðist mér Jakob hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þessum tveimur skáldum, miklu fremur um andlegan skyldleika að ræða. Skáldskapur Jakobs Thorarensens er ólíkur meginstefnu í skáldskap samtímans í mörgu. Verður fyrst fyrir ytri svipur kvæðanna. Ljóðræna, létt og lipurt málfar, auðskilin kvæði, — er yfirleitt einkennandi fyrir jafnaldra hans. Aftur á móti eru kvæði Jakobs fremur óaðgengileg við fyrstu sýn og listaverk þeim einum, sem vel lesa og hafa festu til að brjótast inn úr hrjúfu yfirborði. Málfarið er oft óþjált, en sterkt, eigi fornlegt, heldur sver sig í ætt við málsnjalla alþýðu og orðaforði mikill. Er skáldinu lagið að láta málið falla vel að efni, einkum er hann lýsir barningsmönnum hversdagslífsins, eins og útigangsjálk- unum, sem ég nefndi áðan, er ýta út í skaparans nafni með „Andrarímur í andans nesti, en annars harðfisk og blöndukút". Er hugur Jakobs löngum í skáldskapnum nálægur alþýðunni og aðalatvinnuvegum hennar, fiskveiðum og landbúnaði. Kemur það t. d. glöggt fram í myndum og líkingum. Stephan G. Stephansson

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.