Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 21
FÉLAGSBRÉF 19 viS embætti þangaS til snemma árs 1953, en þá vax röðin komin að honum í nýrri „stórhreinsun". En þótt hinar blóðugu leikbrúS- ur Moskvu hyrfu þannig af sviðinu, tóku aðrar viS engu betri. Og eftir stóð sú staðreynd, að ungverska þjóðin var gersamlega undirokuð undir MoskvuvaldiS, örsnauS, arð- rænd og útsogin, svipt öllum mann- legum réttindum, beygð, svívirt og ofsótt. Þetta voru þær gjafir, sem „alþýðulýðveldiS" hafði aS færa bömum sínum. Og Matyas Rakosi hélt áfram aS útskýra það á þann hátt, sem húsbændum hans í Moskvu var harla velþóknanlegt, hvemig þau hefSu orðið þessarar blessunar aðnjótandi. 29. febrúar 1952 lét hann svo um mælt á fundi ung- verska verkamannaflokksins: „Án hinnar hetjulegu frelsisbar- áttu, og án látlausrar og vinveittrar aðstoðar Sovét-Rússlands, hefSi ung- verska alþýðulýðveldiS — og ég get bætt við — hefSu öll hin alþýðu- lýðveldin, aldrei orSið til“. Rakosi — ánœgður með árangurinn. Átakanlega satt. Hinsvegar hefur ungverska þjóðin verið aS sýna það nú í nóvember 1956, hvers hún met- ur þessa aðstoS — og hvemig Sovét- Rússland lætur ekki á sér standa að veita hana í sömu mynd og hingað til. Árangurinn er átakanlegasta þjóðarmorð, sem sögur fara af, og morðherimir eru gerSir út af „föð- urlandi verkamannsins“. Þetta er óneitanlega ærið athyglisverð stað- reynd. Hér hefur veriS sögð harmsaga ungversku þjóSarinnar frá því er síðari heimsstyrjöld lauk, einnar af mörgum þjóðum, sem sömu sögu hafa að segja. Vera má, að hún geti opnað augu einhverra vorra landsmanna fyrir því, hve hollt er aS treysta kommúnistum í samstarfi. HliSstæður þess, sem gerðist í Ung- verjalandi, þekkjum vér ýmsar úr stjórnmálaátökum hér heima fyrir og gefa þær nógsamlega til kynna, að vænlegra er að stinga fótum við áSur en það er um seinan. Vera má, að örlög Ungverjalands hefSu orðið öll hin sömu, þó að borgaralegir og lýðræSislegir flokkar hefðu aldrei léð máls á nokkurri samvinnu viS komm- únista. En þó er það alls óvíst. Og því verður ekki varizt, að auStryggni þeirra og andvaraleysi hafi átt nokk- um þátt í ógæfunni. Og háskaleg innbyrSis streita, sem kommúnistar blésu að og notfærSu sér út í yztu æsar. Með blóði og dýrum fómum hafa Ungverjar nú verið að leitast viS aS endurheimta það, sem glatað var. Og allur hinn frjálsi lieimur fylgir baráttu þeirra í djúpri samúð. En til þess era víti að varast.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.