Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 31
FÉLAGSBRÉF 29 ana á meðal jafnaðarmanna, en þá dundi á liann sú ógæfa, að sjálfur varð hann að grípa til fyrstu „stór- hrcinsunarinnar“ innan eigin vé- banda, samkvæmt fyrirskipun frá Moskvu — sem vitanlega tjóaði ekki undan að færast. Wladislaw Gom- ulka, einum af svæsnustu og harð- vítugustu starfsmönnum Politburo, var skyndilega vikið úr stöðu sinni sem vara-utanríkisráðherra, rekinn úr flokknum og litlu síðar tekinn hönd- um og ákærður fyrir Titoisma. Hann er að vísu nú kominn aftur til mik- illa valda í Póllandi og baðar sig í náðarsólinni frá Moskvu. En þrátt fyrir þá sóldýrð hvílir skugginn af fyrirlitningu pólsku þjóðarinnar á manninum og öllum ferli hans. Hann verður pólsku þjóðinni alltaf Gom- ulka úr Politburo — og það er meira en nóg. Eftir samsteypu flokka jafnaðar- manna og kommúnista voru enn gerðar gagngerðar breytingar á stjórninni. Hver einasta staða, sem nokkru máli skipti, var nú skipuð kommúnista. Þó fékk forsætisráð- herrann Cyrankiewicz að halda stöðu sinni. Þótti hentugt og hagkvæmt út á við að geta bent á hann sem tákn þess, hve lýðræði væri í hávegum haft í Póllandi. Vera má og að hann hafi notið þess, hve ómetanlega þjón- ustu hann hafði láfcið Moskvu í té. Gersamleg undirokun Póllands var fullkomnuð árið 1949, þegar Sovét- marskálkurinn Konstanty Rakos- sovskv var fluttur til Póllands og gerður að landvarnaráðherra og yfir- manni pólska hersins. 13. nóv. 1956 kom sú fregn, að hann hefði sagt af sér. Sennilega verið lítt vart síðan Posnan uppreisnin var bæld niður fyrr á árinu, og frá fornu fari hat- ursmaður Gomulka, sem nú er for- sætisráðherra. Cyrankiewicz lieilsar húsbónda sínum Mototov. Stanislaw Mikolajczyk og nokkrum öðrum lýðræðissinnuðum stjórnmála- leiðtogum tókst að flýja land 1947, og losnuðu þannig úr því þjóðar- fangelsi, sem lýðveldið pólska var þá orðið. En langflestir andstæð- ingar kommúnista áttu ekki því láni að fagna að sleppa úr landi. Þeir voru „likvideraðir" af pólitísku lög- reglunni, eins og það heitir á hinu fína máli kommúnista. Það þýðir, að þeir voru sjálfir ásamt þúsundmn af fylgismönnum sínum hundeltir, telcnir höndmn, píndir, hengdir eða skotnir eða fengu að dragast upp í þrælabúðum, þar sem Sovét-Rúss- land, „föðurland verkamannsins",

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.