Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 28
26 FÉLAGSBRÉF nema sýndin ein, því að kommúnistar voru skipaöir í nýstofnuS ráSherra- embætti, sem sölsuSu undir sig verk- sviS bændaflokks-ráSherranna. En ekki var stjcmin fyrr setzt á laggirnar, en kommúnistar tóku aS gera úætlanir um, hvemig ætti aS koma Bændaflokknum á kné meS vél- ræöum. Eitt fyrsta skref þeirra 1946 var í því fólgiS aS skipuleggja gerfi- bændaflokk til höfuSs lionum, og f ékk hann hiS viröulega nafn: Bændaflokkur hins nýja frelsis. Eins og í öllum hinum nágrannalöndunum töldu kommúnistar sér allan heiSur af jarSaskiptalögunum og öSrum ráS- stöfunum, sem ætla mátti, aS væru bændum aS geSi. En raunar var öll sú löggjöf í Póllandi undirbúin af hinum borgaralegu bændaflokk- um. JarSaskiptalögin voru samþykkt í september 1945. MeS framkvæmd þeirra á sinni hendi gátu kommún- istar mútaS og ógnaS aS vild og beittu allri framkvæmdinni á ógeSs- legasta hátt til eflingar Moskvu-vald- inu í landinu. Kommúnistaklíka Bieruts tók nú og aÖ þrengja kosti Bændaflokksins á þingi. Samkvæmt Moskvu-sam- komulaginu frá 1944 átti Bænda- flokkurinn aS fá þriÖjung þingsæta, eSa 145 þingmenn. Á fyrsta þing- inu, sem háS var, gaf Bierut flokkn- xun engan kost þess aS fá nema 30 þingmenn, en hækkaSi þessa tölu síöan upp í 52 á þinginu, sem háö var frá því í des. 1945, þangaö til í jan. 1946. Þingmenn Bændaflokksins gátu vitanlega engin áhrif haft, eins og í pottinn var búiS og mættu aÖallega á þingfundum til þess aS mótmæla gerræSi Moskvudindlanna, sem þarna voru í meirihluta, án þess aS hafa snefil af umboöi frá þjóSinni. Þess- ari andspymu gegn ofbeldinu fylgdi þó ærinn mannháski. Helztu vopn gegn Bændaflokkn- mn voru grímulausar ógnir og per- sónulegt ofbeldi, sem beitt var mis- kunnarlaust af öryggislögreglunni í náinni samvinnu viS rússnesku lejmi- lögregluna (N. K. V. D.). í sept- ember hélt Bændaflokkurinn fyrsta þing sitt eftir stríS. ÞaS var háS í Krakow. Samþykkti þaS ýmsar ályktanir og þar á meöal eina um nauösyn þess aS koma á lýSræSis- stjórnarfari í Póllandi, „sem byggS- ist á lögum og rétti og heilbrigSu efnahagskerfi". Svar kommúnista var í því fólgiS aS brennimerkja Mikolajezyk og Bændaflokkinn, sem „andbyltingarsinnuS þý auSvalds- ríkjanna“. Prá því þetta gerSist og þangaö til flokkurinn hélt næsta þing sitt í janúar 1946, færSust handtökur og morS á bændaflokksmönnum mjög í vöxt. Þetta síöara þing krafSist þess, aS endi yrSi bundinn á lög- regluógnimar, og aS brátt yrSu háS- ar frjálsar kosningar. Þegar komm- únistaklíka Biemts varS þess á- skynja, hve einbeittir bændur vora, gerÖi Bierat „forsætisráSherra“ tals- mann sinn á fund þeirra og setti þeim úrslitakosti: AnnaShvort skyldi Bændaflokkurinn hafa sameinazt stjórnarklíkunni og stuSningsliÖi hennar fyrir 1. marz eSa verSa af- máSur. Bændur og leiötogar þeirra létu ekki bugast og höfnuSu góSu boSi. Og var þá þegar tekin upp

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.