Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 46
44 FÉLAGSBRÉF fín list. „Folkungatrödet“ (1905—1907) er af mörgum talið fremsta skáldverk Heidenstams í óbundnu máli; sagan um Fólk- ungaættina, sem að sumu leyti minnir á Sturlungaættina í vorri eigin sögu — ættina, sem sprettur upp úr óþekktu djúpi alþýð- unnar, vex og dafnar, stígur hærra og hærra,þartilhúnnæræðstu metorðum og völdum á Norðurlöndum, hnígur og hverfur loks með öllu í það óþekkta djúp, sem hún upprunalega kom frá; saga stríðs og glæpa og göfugustu hugsjóna, harmsaga einstakl- inganna en sigursaga þjóðarinnar; sagan um „glímu rökkursins við birtuna“. — Það er saga um langa þróun — ekki kannske fyrst og fremst einstaklinga eða einstakrar ættar en heillar þjóð- ar — frá ruddaskap, ódáðum, lögleysum og ringulreið til laga, skipulags, hreinni siða og friðar. — Bakgrunnurinn er breyt- ingin frá víkingatímanum til miðalda, frá heiðnum dómi með sínu mannfélagi til kristins siðar og það, sem honum fylgir til niðurrifs og nýbyggingar og að lokum til almennrar menningar og lögbundins skipulags. f þessum hrikaátökum eiga einstak- lingarnir einatt um sárt að binda, en þjóðin sigrar, smám sam - an byrjar nýtt mannfélag að skapast, sænsk þjóð og sænskt veldi, undirstaða þeirrar þróunar, sem enn er haldið fram. f ljóðunum „Nya dikter“ (1915) kemur Heidenstam að lok- um fram sem stríðsmaður fyrir allt það, sem sameinar menn í baráttu þeirra fyrir göfgara og fegurra mannlífi. Ástin á eigin þjóð og landi hefur dýpkað og víkkað út til að ná til allra. Tvær bækur eftir Heidenstam komu út að honum látnum: „Tanker och utkast“ (1941) og „Sista ddkter“ (1942). Nóbelsverðlaunin hlaut Heidenstam árið 1916.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.