Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 32
30 FÉLAGSBRÉF þrælkar til dauða fimmtán til tutt- ugu miljónir saklausra manna. ÞaS hæfir vel eð enda þessa sögu ofbeldis, blekkinga og svika meS því aS tilfæra hér símskeyti, sem Stalín sendi Roosevelt Bandaríkjaforseta í júní 1944: „Yöur er kunnugt um skoSanir Sovét-stjórnarinnar og viSleitni henn- ar til þess aS gera Pólland sterkt, sjálfstætt og lýSræSislegt í stjórnar- háttum, ennfremur hvers eðlis af- staöa þessara þjóða er hvorrar til annarrar, vingjarnleg skipti þeirra og varanlega vináttu, sem er sá grundvöllur, sem Sovét-stjómin bygg- ir á“. Þetta var símað á meðan Stalín og Sovét-Rússland þurfti á hjálp að halda — og var veitt hjálp alls liins frjálsa heims. Síðan komu aðrír tímar, og Sovét- Rússland þóttist ekki hafa þörf fyrir „vingjamleg samskipti og varanlega vináttu", heldur kúgun og ofbeldi. Hér hefur verið sögð saga hins kommúnistiska valdaráns í tveimur ríkjum, Póllandi og Ungverjalandi, eins og hún blasir viö á yfirborðinu. Ósögö er aftur á móti hin innri saga allra þeirra hörmunga, volæðis, und- irokunar, grimmdar og ofbeldis, sem dylst að baki henni. En þessi hörmungasaga á sér hlið- stæðu í öllum nágrnnnalöndum aust- an Sovét-Rússlands. Yinnubrögð kommúnista em hvarvetna hin sömu, enda byltingartæknilegar aðferðir þeirra þrautsamræmdar, og markmið- in hvarvetna hin sömu. Það er Sovét- imperialisminn, tillitslausari, harð- skeyttari og illvígari en nokkur önn- ur heimsvaldastefna, sem kunnugt er um, að upp hafi komið. Þjóðir Pól- lands og Ungverjalands hafa á mjög eftirminnilegan hátt sýnt heiminum það á þessu ári, hvemig þær una Stalín — og hann leit yfir allt, sem hann hafffi gert, og sjá, það var------ hlut sínum undir Sovét-okinu. En jafnframt því, sem Sovét-Rússland ber niður frelsisbaráttu þessara þjóöa og er á góðri leið með að drekkja ungversku þjóðinni í sínu eigin blóði, er af fullu kappi verið að reyna að leiða samskonar örlög vfir aðrar þjóðir, sem enn standa utan jámtjalds. Það er þessvegna sem þörf er á, að smáþjóð, eins og íslendingar, viti nokkur deili á þessari sögu. Glöggir menn munu ekki þurfa lang- an tíma til þess að átta sig á því, að í vinnubrögðum kommúnista hér á landi og raunar í viðbrögðum annarra íslenzkra stjómmálaflokka

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.