Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 15

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 15
FÉLAGSBRÉF 13 ara að verðmæti. Gengishrun var'ð stórkostlegt og innstæður borgara- stéttarinnar í peningastofnunum urðu einskis virði. Laun verkamanna komust langt niður fyrir það, að unnt væri að draga fram á þeim lífið. Að öllu þessu stefndu Sovétherr- arnir af ráðnum hug, enda notfærðu kommúnistar sér þetta ástand út í yztu resar. Þeim hafði nú tekizt að þvinga öll verkalýðsfélög í hið svo- nefnda Verklýðsfélagaráð og sölsa undir sig stjórn þess. Þeir gátu því kallað fram verkföll í pólitískum tilgangi hvenær sem þeim sýndist og lamað allar stjórnaraðgerðir, sem hefðu mátt verða landinu til við- bjargar. 7. marz buðu kommúnistar, að fram skyldu fara geysimiklar kröfu- göngur um gervallt landið, og vora bornar fram víðtækar kjarabóta- og kauphækkunarkröfur, sem kommún- istum var ljóst, að engin tök voru á að verða við. Víða léiddu þessar kröfugöngur til óeirða, sem gáfu pólitísku lögreglunni ýmis færi. Með- al annars krafðist lmn þess, að þessum hergerðum loknum, að Smá- bændaflokkurinn gerði 60 meðlimi sína flokksræka, ella væri hann ekki samstarfshæfur. Flokkurinh lét kúg- ast til þess að reka 20 þingmenn, og var þetta fyrsta opinbera tilraunin, sem kommúnistar gerðu til þess að eyða þingstyrk Smábrendaflokksins. Þeim tilraunum lauk ekki fyrr' en flokkurinn var úr sögunni. Snemiria á árinú 1946 skipulögðu kommúnistar svonefnda Vinstrisam- fylking-u af áínum eigin flókki, Verklýðsráðinu, Jafnaðarmanna- flokknum og Þjóðlega bændaflokkn- um, sem var rauðleitur keppinautur Smábændaflokksins. Við hátíðahöld 1. maí það ár gengu þessir aðilar saman undir slagorðinu: Jafnan til vinstri! Þetta var fyrsta stórpólitíska sýning þess, hvernig kommúnistar beita sundurlimunarreglu sinni: Deildu og drottnaðu! I maí þetta ár taldi Laslo Rajk innanríkismálaráðherra sig hafa komizt á snoðir um annað samsæri gegn stjóminni og vora meðal ákærðra einn háttsettur klorkur og tveir þingmenn. Varð þetta upphaf víðtækra ofsókna og fangelsana, morða og „hreinsana“. Meðal annars ákvað nú innanríkisráðherrann að gera út af við öll æskulýðsfélög, nema þau, sem kommúnistar ráku í flokksþarfir. 3. júlí leysti liann upp og bannaði 1311 æskulýðsfélög, þar á meðal skátafélagsskapinn og ung- mennafélög kaþólskra manna. Vinstrisamfylkingin gerði þessu nœst þá kröfu 19. október, að þjóð- nýttur yrði allur þungaiðnaður og bankarekstur og stofnuð ríkisút- gáfa námsbóka. Eftir allmikið þóf beygði stjómin sig fyrir þessum kröfum að nokkru, og tilkynnti 1. desember að þjóðnýtt mundu verða hin stærri iðjuver og steypt saman í eitt fyrirtæki (N.I.K.). Næstu mánuði varð stjórnin að eiga í stöðugu stríði vegna marghátt- aðrar undirróðursstarfsemi komm- únista. Rera þeir hvarvetna að því öllum árum að veikja og kljúfa andstæðingaflokka sína með því að smeygja launkommúnistum og áróð- ursmönnum inn í flokkana. Á þenn- an hátt tókst þeim að kljúfa Smá-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.