Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 20
18 FÉLAGSBRÉF liáðuleg réttarhöld, (sem enduðu með augljósu réttarmorði), var hinn hug- rakki kirkjuhöfðingi dæmdur í ævi- langt fangelsi. Hófu kommúnistar um víða veröld upp mikið gleðióp, er því var lokið, en minna varð um Mindszenty kardináli fyrir rétti. fögnuð af þeirra hendi, þegar Moskva varð að játa, að málið allt hefði verið hinn svívirðilegasti rétt- arglæpur. Mindszenty var svo látinn laus, þegar frelsisbarátta ungversku þjóðarinnar hófst fyrir skemmstu og var ákaft fagnað af þjóð sinni. En um leið og fangelsisdymar lukust aftur á eftir Mindszenty, var síð- asta þröskuldinmn rutt úr vegi kommúnista, enda leið nú ekki á löngu, að þeir leiddu verk sitt til lykta. 1. febrúar 1949 var ungverska lýð- veldinu breytt í „alþýðulýðveldi" og kommúnistisku alræði komið á eftir Sovét-rússneskri fyrirmynd og skip- an. Verkið var fullkomnað. Innanríkisráðherrann, Laslo Rajk, sem með fáhejrrðri grimmd, ógnum og vélræðum, hafði átt drýgstan þáttinn í því að koma einræði kommúnista á í Ungvcrjalandi og al- gerri undirokun þjóðarinnar undir járnhæl Moskvu, hafði þó skamm- vinna gleði af starfi sínu og laun slík, sem liúsbændum hans voru lík- ust. 18. júní tilkynnti ráðherrasam- kundan, að hann hefði verið rekinn ir flokknum og sviptur trúnaði, og ið liann hefði verið handtekinn, sak- iður um „hægrivillu“ og fleiri glæpi 'cgn ríkinu. Eins og vænta mátti af ovézkum réttaraðferðum, „játaði“ Rajk alla glæpi, sem lun var beðið, 16. september, og var dæmdur til lauða. Það skyggir væntanlega ekk- ■rt á þá almennu gleði, sem þessi íðindi vöktu með kommúnistum, þó ið það hafi nú verið „játað“ af æðstu forustu þeirra, að málið var allt glæpur og lygi frá upphafi til enda. Aðrir helztu leiðtogar flokks- ins fóru sömu leið. Gabor Peter, grimmdarseggurinn og auðsveipasta og illvígasta verkfæri Rajks, hékk Laszlo Bajk — yfirböðull kommún- ista í Ungverjalandi — féll sjálfur fyrir böðulshendi Moskvu.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.