Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 8

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 8
6 FÉLAGSBRÉF staða. Kommúnistar gátu öruggir farið hverju ofbeldi fram í skjóli Rauða hersins, en þeir þegnar land- anna, sem annað stjómarfar kusu, áttu sífelldar ofsóknir yfir liöfði sér. Þá fer Rakosi heldur ekki dult meS það boðorð Lenins og Stalins að beita blekkingunni sem pólitísku vopni og þarf ekki að vera niður- lútur yfir árangrinum. Aður en kommúnistar náðu til fulls yfirráð- um yfir stjómkerfi Ungverjalands, bám þeir sí og œ fram hjartnæmar yfirlýsingar um það, aS þeir myndu í öllum greinum virða helgi cigna- réttarins og persónulegt frelsi manna. Á sama tíma vinna þeir af kappi aS áætlunum sínum um algert afnám eignarréttar og frelsis, sem og var framkvæmt jafnskjótt og þeir þóttust hafa aðstöðu til. Þá hefur og Stalinistinn og föður- landssvikarinn Rakosi gert maima bezt grein fyrir kenningunni mn gildi „næsta hlekks í keðjunni“, sem er eitt af liættulegustu vopnum kommúnista, þegar um þaS er að ræða aS lama eitthvert þjóðfélag og ræna öllum völdum á heppilegri stund. Grípa skal veikasta hlekkinn í keðjunni „og ef vér ríghöldum í hann af öllum mætti, þá liöfum vér keðjuna í höndum vorum og örugg- an aðgang að því aS klófesta næsta hlekkinn". Hlekkurinn, sem klófesta skal, getur verið maSur, félagsleg samtök eða stjórnmálaflokkur. Að grípa næsta hlekkinn er í því fólgiS að nota tak, sem þannig er fengið, til þess aS eyðileggja með rógi áhrifamikinn andstæðing, ná tangar- haldi á samvinnufélagi (sbr. Kron), verklýðsfélagi (Dagsbrún), þýðing- armiklum almanna samtökum (AI- þýðusambandið), eða villa um met- orSagjama stjómmálamenn, svo að þeir gerist blind eða sjáandi verk- færi. Allar eru oss íslendingum þess- ar vinnuaðferðir nauðkunnugar, enda liinar sömu um allan heim. I sambandi við þetta lævísa spil er ekki úr vegi að minna aSeins á orðlieldni kommúnista og lieiðarleik. Og er þá réttast að miða við þann, sem mestur hefur veriS lærifaðir þessa skuggalega lýSs og mest dáður, erkipáfann Stalin. Þegar Nazistaherir Hitlers höfðu brotizt inn í Rússland, fullvissaði Stalin allar þjóðir, sem þegar höfSu orðið að lúta ofbeldi ÞjóSverja, um þaS, að Sovétríkin liyggSu ekki á neina landvinninga og hefSu engan hug á að hlutast til um innanlands- málefni eða stjórnarfar annarra þjóða. Þetta var margcndurtekið viku eftir viku, ár eftir ár, í fullri vitund þess, að hvorttveggja var blygðunarlaus lýgi. ÁriS 1942 gaf Stalin út svoliljóð- andi boðskap: „Vér liöfum ekki og getum ekki haft nein styrjaldarmarkmið í þá átt að kúga stjórnarfar vort og vilja upp á aðrar þjóðir, hvorki Slava eða aSrar undirokaðar þjóðir Evrópu, sem bíða hjálpar vorrar. Markmið vort er í því fólgið að hjálpa þessum þjóSum í baráttu þeirra fyrir frclsi undan harðstjóm Hitlers og gefa þeim síðan frjáls- ræði til þess að stjórna löndum sín- um samkvæmt eigin óskum“. Svo mörg og fögur vora þau orð! Slíkar yfirlýsingar voru margend-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.