Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 18
16 FÉLAGSBRÉF föður hans jafnframt berast þau orS, aö drengurinn yrði því aðeins látinn laus og afhentur föður sínum ómeiddur, að hann segði af sér. Samtímis þessu var nánustu vinum Nagys tjáð, að ef hann hyrfi heim, myndi hann verSa handtekinn og pyntaður til þess að undirrita „játn- ingu“, sem bæði myndi kosta líf hans og gereyðileggja flokkinn. Það var einnig gefiS í skyn, að afsögn Nagys myndi geta komiS í veg fyr- ir íhlutun Sovét-Rússlands og full- komna innlimun landsins. Þessar fregnir létu vinir Nagys dynja á hommi í símtölum. Nagy sagði ekki af sér af hugleysi, né því að hann væri á nokkurn hátt sekur. Hann gerði sér í hugarlund, að hann gæti með því bjargað flokki sínum frá glötun, og ef til vill komiS í veg fyrir innlimun Ungverjalands. Furðu- legt reyndar, að hann skyldi ekki vera farinn að þekkja kommúnista betur en svo. Laslo Rajk tilkynnti þegar, að Nagy hefði játað sekt sína og var sú tilkynning básúnuð út í Moskva- útvarpinu meS miklum fögnuSi. For- ingjar Smábændaflokksins voru unn- vörpum sakaðir um að standa að „fasistiskum“ áróðri ásamt einræðis- klíku Hortys, en Horty var eins og kunnugt er ríkisstjóri, sem tók sér einræSisvald í Ungverjalandi á árun- um fyrir síSari heimsstyrjöldina. Þrátt fyrir áköf mótmæli Banda- ríkjanna hélt kommúnistaflokkur Rakosis og Rajks þannig áfram aS eyðileggja áfanga fyrir áfanga alla lýðræðislega stjórnarandstöðu. Ný kosningalög voru sett 17. júlí og allt að 20% af kjósendum sviptir kosningarétti. Þar með var lokiS áhrifum Smábændaflokksins á stjómmál Ungverjalands. I kosningunum, sem kommúnistar þvinguSu fram með ofbeldi 31. ágúst 1947, var öllum hugsanlegum ofríkis- aðgerðum beitt, sem innanríkisráðu- Smábændaleiðtoginn dr. Donath dreg- inn fyrir „alþýðudómstól“ og líflátinn. neytið, pólitíska lögreglan og .RauSi hcrinn gátu klakið út í sameiningp. Jafnaðarmenn, se.m nú loks virtust. vera famir aS skilja innræti og vinnubrögð fyrri samlicrja sinna, kommúnistanna, héldu því fram, að falsanir og kosningasvik liefðu vaS- ið uppi, ógnir og hvers kyns kúgun verið höfð í frammi og loks aS kommúnistar hefðu sent troðfulla flutningabíla sinna manna þorp úr þorpi til þess aS kjósa. I sjálfip sér er það ekki annað en þaS, sem vænta mátti, þar sem kommúnistar vora annars vegar með Moskvuvald-. ið að baki sér. En kosningarnar urðu kommúnist-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.