Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 12

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 12
10 FÉLAGSBRÉF Fyrsta þýðingarmikla löggjöfin, sem þjóSfundurinn gekk frá, voru jarðaskiptalögin frá 17. marz 1945. Þetta mál hafði frá fomu fari ver- ið eitt höfuðmál Smábændaflokksins, og þegar í stað tekið upp af honum, er hernaðaraðgerðum lauk í land- inu. Höfuöleiðtogar bænda í Ungverja- landi vora mn þessar mundir Ferenc Nagy og Zoltan Tildy, sem jafnframt voru forustumenn Smábændaflokks- ins. Flokkurinn átti geypisterkt fylgi út um byggðir landsins, ef þess hefði notið, og æðisterkt í flestum borg- um þess. Kommúnistar gripu nú jarða- skiptalögin og nýttu sér þau út í yztu æsar bæði í áróðri og fram- kvæmd. Eftir að frumvarpið var orðið að lögum, þutu flutningabílar Rauða hersins þorp úr þorpi um gervallt landið og slógu dátamir upp miklmn tilkynningum um það, að „jarðaskiptaáætlun Kommúnista- flokksins" væri nú komin í fram- kvæmd. Hinar rauðu þjóðnefndir tóku að sér í trausti Rauða hersins að framkvæma jarðatökuna (expro- priation) og skiptingu jarðagóssins. Komust þær þannig í þá aðstöðu að geta beitt þá bændur hinum mestu harðræðum, sem ófúsir voru að ganga kommúnistum á hönd, og múta til fylgis jarðnæðislausu fólki, og neyttu hvorstveggja til hins ýtrasta, svo sem við mátti búast. Þó að nálega einn fimmti hluti þjóðarinnar nyti góðs af jarða- skiptalögunum, þá sáu kommúnistar um það að hafa jarðirnar svo litlar, að ógerlegt var íyrir fjölskyldu að lifa á þeim. Arangurinn af þessu varð sá, er til var ætlazt. Þegar árið 1951 höfðu um það bil 200.000 bændur gefizt upp og neyðzt til þess að ganga í samyrkjubú að rússneskri fyrirmynd. Eignarhald þeirra á jörðunum varð að engu, en sjálfir urðu þeir í rauninni jarð- yrkjuþrælar ríkisins. 26. sept. 1945 lýsti stjóm Banda- ríkjanna yfir því, að hún væri fús til þess að fallast á endurskipulagn- ingu ungversku stjómarinnar, að því tilskyldu, að fram færu frjálsar og óháðar kosningar í landinu í sam- ræmi við ákvæði Yalta-samþykktar- innar. Tveim dögum síðar veitti Sovétstjómin ungversku bráðabirgða- stjóminni ótakmarkaða viðurkenn- ingu án þess að ráðfæra sig með einu orði við bandamenn sína. Þrem vikum síðar varð það augljóst, hvað bjó undir þessari skjótu viðurkenn- ingu. Þá var birtur viðskiptasamn- ingur milli landanna, sem lagði yfir- ráðin yfir öllum efnahagsmálum Ung- verjalands raunverulega á vald Sovét-Rússlands og gerðu landið að efnahagslegri nýlendu á lægsta stigi. Bandaríkin og Bretland mótmæltu, en þau mótmæli vora að engu höfð, eins og vænta mátti. Kosningar voru svo háðar 4. nóv. 1945. Kommúnistar töldu sér vísan stórkostlegan sigur með aðstoð Moskvu og Rauða hersins, en þeim brá lieldur en ekki í brún, er það kom í ljós, að þeir höfðu aðeins fengið 17% af öllu atkvæðamagninu. Hins- vegar hafði Smábændaflokkurinn fengið 58%, eða hreinan meirihluta. Það er vert að voita því atliygli, að þetta eru fyrstu almennu kosn- ingarnar, sem haldnar eru í Austur-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.