Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 39

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 39
FÉLAGSBRÉF 37 legra örlaga eins og í Skriðum. Hann deilir á illt innræti, kot- ungshátt og fantahátt. Ég skal borga brúna hestinn Birni gamla í Snauðadal segir svíðingurinn, þegar hann er að hrapa til bana. Jakob segir með miskunnarlausu raunsæi: Vor mesta smán veit oftast inn, en út snýr sæmd og heiðurinn. Og hann fyrirlítur þá, sem eru hið ytra sæmdarmenn, en grugg- ugir hið innra. Yfirborðsmennskan er honum eitur í beinum og fleðulætin eiga ekki samúð hans: í námunda snoðhærður snattar sníkinn og auðmjúkur þjónn. — Jakob harmar, hve oft fólk leyfir hinum grákalda hversdags- leika að setjast að í sálum sínum og í kringum sig og eitra lífið, sbr. Tvær hcimsóknir. Vaninn hamlar öllum þroska og fjötrar fólkið, svo að það finnur aldrei sjálft sig og verður vani og ekkert annað en vani. Við erum meiri og minni vanakindur, og þeir, sem á undan fóru, voru líka fjötraðir af vananum. Þeim var dulið, — hvíslar napur súgur, magnið. allt, sem með þeim dýpra bjó. Stundum getur hið sorglega orðið svo nístingsbiturt, að það orkar á okkur eins og löðrungur, sem við gleymum ekki, meðan við lifum. Ung og falleg stúlka er á leið á fund unnustans kvöld- ið fyrir brúðkaupsdaginn til þess að sýna honum brúðarkjólinn. Leiðina hljóp hún léttum skrefum líkt og geisli á knöppum blóma.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.