Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 24
22 FÉLAGSBRÉF um morðin í Katyn og kenndi Þjóð- verjum um þau, en sakaði jafnframt Pólverja í London um að vera í samvinnu við Hitler. 26. apríl sleit Sovét-stjórnin stjórnmálasambandi við útlagastjórnina í London. Skjöl, sem síðan liafa komið í ljós, sanna ótvírætt sök Rússa í þessum hrylli- lega glæp og bendir allt til þess, að Stalín hafi sjálfur gefið fyrirskip- unina um morðin. Voru 4000 lík grafin upp í Katyn og sannaðist, að liér voru pólskir liðsforingjar, en um þúsundir annarra, sem hurfu á veg- um Sovét-yfirvalda, er ennþá ókunn- ugt með öllu. Raunverulega var Sovétstjórnin harðánægð með þessi málalok, því að hún hafði náð þeim tilgangi sín- um að varpa skugga á stjórnina í London og þóttist liafa gilda ástæðu til fjandskapar við hana. Næsta liöfuðviðfangsefni Moskvu- manna var að eyðileggja þann þjóð- ræknisanda og ættjarðarást, sem ennþá lifði í þeim leifum pólska hersins, sem af hafði tórt ófarir Pól- lands. Þetta varð ekki gert með öðru en því að handtaka eða láta drepa svo marga sem auðið væri af hinum gömlu, reyndu liðsforingjum, sem enn voru eftir, og veikja eftir megni heimavamarliðið, sem var öflug hreyfing, sem hlýddi útlagastjóm- inni í London. Leiðtogi pólsku neð- anjarðarlireyfingarinnar var Tadeusz Bor-Komorowski, hershöfðingi, er síðar varð víðkunnur maður sem Bor hershöfðingi. Hann hafði undir stjóm sinni harðsnúnar og mæta vel skipulagðar neðanjarðarsveitir út um allar byggðir hins hemumda Pól- lands, og ollu þær nazistum mörgum þungum búsifjum. í Warsjá stýrði hann einnig ágætlega æfðri léttvopn- aðri leynisveit. 22. júlí 1944 tók „þjóðfrelsisnefnd- in“ í Lublin, sem skipuð hafði verið og studd á laggirnar að undirlagi Bor hershöfðingi. Rússa, alla borgaralega stjóm lands- ins í sínar hendur. Þetta var auð- vitað lielber lögleysa. En viku síðar átti Rauði herinn ekki ófarna til Warsjár nema 10—15 km. 29. júlí útvarpaði aðalstöð Rússa í Moskvu áskorun til pólsku þjóðar- innar um uppreisn gegn Þjóðverj- um í Warsjá. Askomnin var birt í nafni Osobka-Morawski, kunnugs Moskvudindils og meðlims í Lublin- nefndinni. Næsta dag var samhljóða áskorun birt í Moskvuútvarpinu, og heitið fast á Pólverja að varpa af sér oki nazista. Þessar áskoranir taldi Bor liersliöfðingi að táknuðu það, að Sovétherinn myndi sam- stundis koma til hjálpar, ef neðan- jarðarhreyfingin pólska hæfist handa og gripi til vopna.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.