Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Qupperneq 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Qupperneq 6
talinn af Hagstofu íslands á hverjum tíma, en yfirlit um slík gatnagerðargjöld í nokkrum sveit- arfélögum var birt á bls. 39 og 40 í 1. tbl. Sveitar- stjórnarmála í ár. B-gjald í annan stað er upp tekið svokallað B-gjald, sem er nýmæli, og er gjald vegna þátttöku lóðar- hafa í lagningu bundins slitlags á götu og gang- stéttarlagningar með lóð. Innheimta þess er bund- in því skilyrði, að lagningu bundins slitlags sé lokið. Lagt er til í tillögu þeirri að samþykkt um gatnagerðargjöld, sem sveitarstjórnir hafa nú til athugunar frá sambandinu, að 20% gjaldsins sé innheimt sama ár og lagningu bundins slitlags er lokið, en eftirstöðvar þess greiðist síðan með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum. Við ákvörðun lánareglna þeirra, sem lýst var liér að framan, hefur stjórn Byggðasjóðs gengið út frá, að sú tilhögun verði almennt upp tekin. Gjaldanda sé heimilað að halda eftir tilteknum hluta gjaldsins, þangað til að fullu hefur verið gengið frá gangstétt. B-gjaldið er með sama hætti og A-gjald breyti- legt eftir getð og stærð húsa, og reiknað sem ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar af rúmmetra, eins og hann er talinn af Hagstofu ís- lands, og að auki tiltekin krónutala af hvcrjum fermetra lóðar, allt eftir ákvörðun hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Gjald þetta má nema allt að með- alkostnaði við lagningu bundins slitlags og gang- stéttar við götu, en ekki má vera meira en fimm ár frá því að slitlag var sett eða gangstétt lögð. Er þetta síðast nefnda ákvæði samkvæmt lögum nr. 31 1975 um breytingu á lögunum um gatna- gerðargjöld nr. 51 1974. Það er að sjálfsögðu á valdi hverrar sveitar- stjórnar, hve mikinn hluta gatnagerðarkostnað- ar hún leggur á herðar liúseigendum við þær göt- ur, sem lagðar eru bundnu slitlagi og þar með, hve mikla fjárhæð hún aflar í formi gatnagerðar- gjalda og þykir því ekki rétt að gefa hér nein ráð í þeim efnum. Fyrirheit Byggðasjóðs um lán til gatnagerðar og endurkaup veðskuldabréfa, sem sveitarstjórnir eignast frá liúseigendum, að því marki, að þau megi nema allt að fjórðungi fram- kvæmdakostnaðar, gefa sveitarstjórnum tvímæla- laust vissa vísbendingu um viðmiðun við ákvörð- un þeirra um upphæð gjaldsins. Eftir að sveitarstjórn hefur ákveðið upphæð einstakra liða í gjaldskrá gatnagerðargjaldsins og haft um samþykktina tvær umræpur á fundum, sem haldnir eru með a. m. k. einnar viku milli- bili, skal samþykktin send félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar. Eyðublöð fyrir skuldabréf til reiðu Skrifstofa sambandsins hefur látið prenta eyðu- blöð undir veðskuldabréf vegna gatnagerðar- gjaldsins í formi, sem Byggðasjóður hefur sam- þykkt. Hverri sveitarstjórn í þéttbýli hefur verið sent eintak af slíku skuldabréfi sem sýnishorn, og eru þau fáanleg á skrifstofunni, án endur- gjalds. Þá má geta þess, að Rangárvallahreppur hef- ur látið útbúa eyðublað fyrir reikning frá sveitar- sjóði til gjaldenda B-gjalds gatnagerðargjaldsins, sem jafnframt yrði notaður sem greiðsluviður- kenning, þegar greiðsla fer fram, og kemur þar greinilega fram, hvernig gjaldið er reiknað út. Á skrifstofu sambandsins er fáanlegt slíkt form tilkynningar, reiknings og kvittunar fyrir gatnagerðargjaldinu, og geta þeir, sem vilja taka upp sama form, gert pantanir á slikum eyðu- blöðum til Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi, þar sem þau eru prentuð. Að sjálfsögðu er unnt að fá þau gerð í hvaða prentsmiðju sem er eða fjölrita slíkar tilkynningar, eftir því sem hverri sveitarstjórn bezt hentar. 25% í STAÐINN FYRIR 10% TIL AÐ FLÝTA FRAMKVÆMDUM Með lögum nr. 27 frá 23. maí 1975 var gerð sú breyting á vegalögunum nr. 80 1973, að ákvæð- um 34. greinar þess efnis, að 10% af þéttbýlis- SVEITAR STJÓR NAR MÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.