Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Side 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Side 14
Búskaparhættir munu tíðast ha£a verið á þann veg, að jöfnum höndum hafi verið stund- aður Iandbúnaður og sjósókn. Auk heimamanna stunduðu bændur við fsafjarðardjúp og víðs- vegar annars staðar frá útræði frá Bolungar- vík, og er talið, að hún hafi verið orðin verstöð þegar á landnámsöld. 1 Landnámu segir, að Þuríður Sundafyllir og Völu-Steinn, sonur hennar, hafi numið land í Bolungarvík og búið í Vatnsnesi. Ennfremur segir þar, að Þuríður hafi sett „Kvíarmið" og fyrir það tekið „á kollótta" af hverjum bónda Bátafloti Bolvíkinga skömmu eftir 1940 (Ljósm. Guðmundur Krist- jánsson, bœjarstjóri). Viðlegukantur við Lœkjarbryggju. Bryggjan er kennd við Drimlulœk, 116 sem rann úr tjörninnl Drimlu. SVEITARSTJÓRNARMÁL við Djúp. Ljóst er því, að hún hefur skattlagt bændur, sem útræði stunduðu frá Bolungarvík, og gert þeim að greiða eins konar aðstöðugjald með þessum hætti. Fyrsti vísir að þéttbýli varð á 8. tug 19. aldar, með því að fólk settist að og fór að hafa fasta búsetu allt árið í verbúðunum á „Mölunum“. Fram undir aldamótin var þessi þróun hæg, en þá tekur að fjölga örar, og árið 1900 voru íbúar hreppsins orðnir 562, og þar af bjuggu um 270 manns á Bolungarvíkur-mölum. Á þessum árum mun róðraskipum hafa fjölgað nokkuð. Síðast á áraskipatímanum, eða frá 1890 til 1903, gengu til róðra á vertíðum 60 til 80 skip og bátar, og komst fjöldi þeirra upp í 88 skip. Bátar þessir voru fjögurra manna för og sex- æringar. Með árinu 1904 lýkur áraskipatímabilinu, sem þá hafði staðið um 10 alda skeið, og tíma- bil vélbátanna hefst. Jafnframt hefur sú breyt- ing orðið, að Bolungarvík, sem jafn lengi hafði verið verstöð, er orðin verzlunar- og útgerðar- staður. Löggiltur verzlunarstaður varð Bolungar- vík 27. nóvember 1903. Á vorvertíð árið 1903 var fyrsti vélbátur lands- ins, „Stanley“ frá ísafirði, gerður út frá Bol- ungarvík, en vél hafði verði sett í bátinn haust- ið 1902. Markaði þessi atburður tímamót í báta- útgerðinni. Um áramótin 1906—1907 var búið að leggja niður öll áraskipin nema eitthvað af minnstu bátunum. Þar með voru teknar upp veiðiaðferðir mótorbátanna, og fylgdu því margs konar breytingar frá því, sem áður hafði verið. Uppgangstímabilið, sem hófst upp úr 1890, hélt áfrarn næstu árin og náði hámarki árið 1910. Voru íbúar hreppsins þá orðnir 1021, þar af í Bolungarvík liðlega 700 manns. Margt hefur að sjálfsögðu verið með frum- býlingshætti á þessum fyrstu árum hinnar föstu byggðar. Er það sízt að undra, þegar þéttbýli myndast með svo skjótum hætti og allt þarf að byggja frá grunni. íbúðarhúsnæði var í fyrstu í gömlu verbúðunum, sem lagfærðar voru og innréttaðar. Fyrsta íbúðarhúsið, sem byggt var sem slíkt, en ekki sem verbúð, var byggt um 1880. Upp úr aldamótunum höfðu síðan verið

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.