Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 16
til 1925. Fækkaði bátum heldur upp frá því, jafnframt því að þeir stækkuðu. Flest árin fram yfir árið 1940 munu hafa gengið að jafnaði 15 til 20 bátar af stærðinni 5 til 12 lestir. Alla þessa báta varð að setja, þegar illa viðraði, og má af því marka hinar erfiðu aðstæður. Á þessu tímabili eignuðust Bolvíkingar nokk- ur stærri skip, sem urðu þó aldrei lengi viðloð- andi vegna hafnarskilyrðanna. Á árabilinu 1930—1940 gengu yfir aflaleysis- ár, sem leiddu til versnandi lífsafkomu. Fækk- HraSfrystlhús fshústélags Bolungarvlkur hf. BsJarfélaglS er meSal hluthafa I fyrlrtækinu. (Ljism. ÓPH) Verzlunarhús Elnars GuSflnnssonar hf. á hornl ASalstrætis og Vlta- stfgs. Ljósmyndastofa fsafjarSar tók þær IJósmyndlr, sem ekki eru 118 öSrum merktar. aði íbúunum þá verulega, og fór íbúatalan niður fyrir 600 manns. Þegar afli tók að glæðast upp úr 1940, fór byggðin að rétta við aftur. Með árinu 1946 má telja, að lokið hafi tíma- bili mótorbátanna, en þá hafði orðið alger endur- nýjun á bátaflotanum og komin stærri og betur búin skip. Hafnaraðstaða hafði þá batnað svo, að bátar af þessari stærð, 40 til 100 lestir, gátu haft hér viðlegu. Aðstaðan var þó langt frá því að vera góð, og þurftu bátarnir alltaf að leita hafnar á fsafirði, þegar illviðri gengu yfir. Með tilkomu þessa bátaflota hófst nýtt upp- gangstímabil með alhliða uppbyggingu og nokk- uð stöðugri fólksfjölgun. Árið 1950 voru íbúar 688, en þeir eru nú orðnir 1027. Hafnargerð Hafnarframkvæmdir hafa verið aðalverkefni sveitarfélagsins um áratuga skeið. Hefur fram- kvæmdafé sveitarsjóðs á hverjum tíma verið varið til hafnarbyggingar. Eins og getið er hér að framan, var hafizt handa um hafnarframkvæmdir árið 1911. Hugmyndir og bollaleggingar um hafnarbætur höfðu raunar verið uppi löngu fyrr. Elztu heim- ildir, sem mér eru kunnar þar um, eru frá árinu 1776, en þar er um að ræða hugmynd um að grafa innsiglingu inn í tjörn, sem Drimla hét og var ofanvert við malarkambinn. Það var ekki fyrr en eftir 1940, að hugmynd þessi var aflögð með öllu. Elztu teikningar, sem vitað er um af hafnar- mannvirkjum hér, eru teikningar af „Brim- garði“, sem Sigurður Thoroddsen, þáverandi landsverkfratðingur, gerði árið 1901. Teikningar þessar, sem raunar var aldrei byggt eftir, þykja í dag merkir gripir. Upp úr miklum umræðum um hafnarbætur á fyrsta áratug aldarinnar, bæði á sveitarfundum, hreppsnefndarfundum og sýslufundum, varð til „Lendingarsjóður Bolungarvíkur", sem ætlað var það hlutverk að standa undir framkvæmda- kostnaði við hafnarbætur. Tekjur fékk sjóðurinn SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.