Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Qupperneq 17
 Malbik helur verlB lagt á um þaB bll fimmtung gatnakerflslna I bænum. Ljismyndln er tekln á mitum Vltastlgs og ABalstratls. HúslB lengst tll hægrl á myndlnnl er fyrsti hlutl Póst- og slmstBSvarhúss, sem ráBgert er aB halda áfram meB I ár. þannig, að greiddur var í hann viss hluti af aflahlut sjómanna. Með fundarsamþykktinni frá 26. janúar 1911 var ákveðið að byggja 50 til 60 faðma langan brimvarnargarð. Var verkið hafið þá um sum- arið og varið til þess fé Lendingarsjóðsins, sem mun þá hafa verið 8-10 þúsund krónur. Var síðan unnið að byggingunni áfram, þó oft með nokkurra ára millibili. Var garðurinn byggð- ur úr steinsteypu. Árið 1926 var keyptur 57 m langur steinnökkvi, sem sökkt var við þáver- andi enda garðsins og hann þannig lengdur. Áfram var garðurinn lengdur með steyptum kerjum, sem fyllt voru grjóti og steinsteypu. Á árunum 1960—1964 var síðan gert mikið átak og garðurinn breikkaður um nær helming og lengdur nokkuð. Var hann þá, eftir 53 ára byggingartíma, kominn í það horf, sem hann er nú, liðlega 200 m að lengd. Einn er sá þáttur í byggingarsögu þessa mann- virkis, sem nokkuð er kunnur, en það eru skemmdir og tjón, sem orðið hafa, og ganga sem rauður • þráður gegnum byggingarsöguna. Verulegur hluti af hinum langa byggingartíma hefur farið til endurbyggingar vegna skemmda, sem úthafsaldan olli á mannvirkinu á hinum ýmsu tímum. Komið mun hafa fyrir, að það, sem byggt var að sumri, varð ónothæft eða stórskemmt að hausti. Þessa óhappasögu vilja heimamenn gjarnan skrifa á reikning verkfræðilegrar fyrirsagnar. Telja, að skort hafi verulega á um undirstöðu- þekkingu á verkefninu, vegna ókunnugleika á staðháttum. Hvað sem um það er, þá var fyrir tilstuðlan nýrrar þekkingar og bættrar tækni merkum áfanga náð, og er „Brimbrjóturinn" nú orðinn mikið og traust mannvirki. Á árunum 1960-61 voru gerðar ítarlegar rannsóknir á hafnarsvæðinu, svo sem straum- og öldumælingar, ásamt botnrannsóknum. Fram- kvæmdir, sem síðan hafa átt sér stað, eru byggð- ar á niðurstöðum þessara rannsókna. Byggður hefur verið grjótgarður frá botni víkurinnar, og gengur sá þvert á „Brjótinn" og afmarkar þannig höfnina. Þá hefur verið byggður við- legugarður innan hafnarinnar. Jafnhliða þess- um framkvæmdum hefur verið unnið að dýpk- un hafnarsvæðisins. Með framkvæmdum síðustu ára náðist sá mikilvægi áfangi í hafnargerðinni, að nú hefur meginhluti bátaflotans nokkuð öruggt skjól í höfninni í hvaða veðrum sem er. 119 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.