Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Page 54

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Page 54
„Þing Landssambands slökkvi- liðsmanna (LSS) haldið að Höfn í Hornafirði 5. og 6. október 1974, skorar á sveitarstjórnir og þá, er hlut eiga að máli, að samþykkja þær lágmarkskröfur, sem farið hef- ur verið fram á til handa lausráðn- um slökkviliðsmönnum, en þó þannig, að þau félög, er náð hafa betri samningum, haldi sínu ó- skertu." Öruggari símaþjónusta í strjálbýli Þingið gerði svofellda ályktun um símaþjónustu: „Þing LSS 1974 fer þess á leit við Landssíma íslands, að stórbætt verði símaþjónusta úti á lands- byggðinni, þannig að tafarlaust sé unnt að ná til slökkviliða eða björg- unarsveita í neyðartilfellum." Tollar af slökkvitækjum felldir niður Svofelld ályktun var gerð um tollamál: „Þing Landssambands slökkvi- liðsmanna 1974 skorar á ríkisstjórn- ina að fella niður alla tolla og að- flutningsgjöld af björgunar- og slökkvitækum til eflingar öryggis." Stjórn LSS í stjórn Landssambands slökkvi- liðsmanna voru kjörnir Guðmund- ur Haraldsson, formaður; Ármann Pétursson, Reykjavík, varaformaður og aðrir í stjórn Þorsteinn Ingi- mundarson, Reykjavík; Marinó Bóas Karlsson, Reykjavíkurflug- velli; Guðmundur Jörundsson, Ak- ureyri; Stefán Teitsson, Akranesi og Bjarni Eyvindsson, Hveragerði. KÖNNUN Á MENNINGAR- MÁLUM Á AKUREYRI Á miðju ári 1974 hófst á Akur- eyri könnun á félags-, frístunda- og menningarlífi bæjarins. Könnun þessi er liður í víðtækri rannsókn, sem gerð er í 14 borgum í Evrópu. Árið 1972 hóf Evrópuráðið þessa rannsókn i hinum ýmsu borgum Evrópu. í flestum borgunum búa milli 50 og 100 þús. manns, og eng- in þeirra er höfuðborg. Norðurlandaráð beitti sér sér- staklega fyrir því, að fjórir bæir á Norðurlöndunum tækju þátt í þessari rannsókn, og hefur sjóður- inn kostað slíkar kannanir í Tam- pere í Finnlandi, Esbjerg í Dan- mörku, Örebro í Svíþjóð og Stav- anger í Noregi. í byrjun árs 1973 bauðst sjóður- inn til að kosta slíka könnun á ís- landi, og varð Akureyri fyrir val- inu vegna legu sinnar utan höfuð- borgarsvæðisins, enda þótt Akur- eyri sé töluvert minni en hinir 156 þátttökubæirnir. í júní 1973 fór Jón G. Sólnes, þáverandi forseti bæjarstjórnar, til Örebro til að ræða nánar væntanlega könnun á Akureyri. Endanleg ákvörðun um þátttöku Akureyrar var ekki tekin fyrr en i marz 1974, og hófst því könnunin á Akureyri ekki fyrr en 1. júlí 1974. Áætlað er, að könnuninni ljúki að fullu 31. desember 1975. Könnunin á Akureyri gengur út frá töluvert víðum skilningi á hug- takinu menning. Menning er í þess- um skilningi lífsmáti, fyrst og fremst hinir skapandi og þrosk- andi þættir í lífinu og skilyrðin fyrir því, að þeir megi njóta sín. Menning, skilin á þennan veg, er þar með ekkert einangrað fyrir- bæri, sem hægt er að skoða slitið úr tengslum við umhverfið. Menning er aftur á móti heildar- þróun, sem hægt er að skilja með söguskoðun og athugun á atvinnu- lífi og öðru í daglegu lífi. SVEITARSTJÓRNARMÁL Könnunin skiptist í fjóra megin- þætti: a) Athugun á sögu bæjarins og saga ýmissa „menningarfyrir- bæra'". b) Hagfræðilegur hluti. Athugun á stéttaskiptingu, uppbygg- ingu atvinnulífsins. Athugun á fjárhagsáætlunum, hvað snertir menningarmál, þar við bætist hlutur ríkis og bæjarfélags í menningarmál- um. c) Skipulagt menningar- og fé- lagslíf. Athugun á félagsstarf- semi á Akureyri. Ákvarðana- taka í menningarmálum. d) Tómstundastörf bæjarbúa. Tekin viðtöl við 300 Akur- eyringa á aldrinum 16—69 ára og þeir spurðir um tóm- stundaiðju og afstöðu til ým- issa málefna. Könnunin á Akureyri er komin vel á veg, gagnasöfnun fer að ljúka, og síðari hluta þessa árs verður varið til að skrifa skýrslu fyrir Ak- ureyrarbæ. Þau gögn, sem hingað til hefur verið safnað, liafa verið send út til samnorrænnar skýrslu- gerðar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.