Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 18
Vistheimlli aldraðra í Stykklshólmi. A: núverandi dvalarhelmili, B og C: tveir mismunandi valkostir um byggingu húss undir íbúðir tyrir aldraða. Teiknistofan hf., Ármúla 6 gerði uppdráttlnn, sem sýnlr framtíðarskipulag bygglngarreitslns. Sé litið á einstök sveitarfélög, kemur í ljós, að hlutfall aldraðra er hátt í ýmsum sveitahreppum, en tiltölulega lágt í þéttbýlinu, þar sem þjónusta við aldraða er auðveldari. Ef sýslurnar fjórar eru bornar saman, kemur í ljós, að hlutfall í Dalasýslu er hátt, eða 11,9%, sem er verulega yfir landsmeðaltali. I Mýrasýslu er hlut- fallið einnig yfir landsmeðaltali, eða 10,2%. Meðal þeirra kenninga, sem settar hafa verið fram um vistrýmisþörf vegna aldraðra, er, að fyrir hverja 100 íbúa 67 ára og eldri þurfi 10 rými á dvalar- heimilum. Sé þessari kenningu beitt á Vesturlandi, sést, að þörfin samkvæmt henni er 121 rými á dvalarheim- ilum. Samkvæmt upplýsingum frá umboðum Trygg- ingastofnunar ríkisins, eru nú greidd daggjöld til dvalarheimila vegna 132 íbúa á Vesturlandi. 1 kjördæminu eru dvalarheimili eins og hér segir: á Akranesi með 44 vistmenn í Borgarnesi 59 vistmenn í Stykkishólmi 18 vistmenn á Fellsenda í Dölum 3 vistmenn Samtals 124 vistmenn Auk þess eru á Fellsenda 10 langlegusjúklingar. Af þessum tölum sést, að vistþörfin er meiri en áætlað var samkvæmt fyrrnefndri kenningu og að Vestlendingar hafa sjáanlega komið ár sinni nokkuð vel fyrir borð. Flest bendir til þess, að vistþörfin við núverandi aðstæður sé meiri í sveitahreppunum, bæði vegna þess, að í þeim er hlutfall aldraðra hátt, og einnig vegna þess, að heimilisþjónusta í sveitum hefur ekki verið fyrir hendi. Því hafa aldraðir i sveitum orðið að yfirgefa heimkynni sín fyrr en ella hefði orðið, ef möguleikar á heimilisþjónustu væru fyrir hendi. Dvalarheimilió í Stykkishólmi Víða um landið hafa verið gerðar mjög ítarlegar kannanir á högum aldraðra og þörf fyrir þjónustu við þá. A árinu 1976 var ein slík könnun gerð í Stykkis- hólmi á vegum Rauða kross deildarinnar þar, og leiddi hún í ljós meiri þörf fyrir jjjónustu við aldraða en menn höfðu áður gert sér grein fyrir, að væri fyrir hendi. Könnunin náði til 90 einstaklinga 67 ára og eldri, og voru þeir spurðir 9 spurninga, er vörðuðu þjón- ustu við aldraða. Fyrsta spurningin var um það, hvort þátttak- endur vildu þiggja vist á dvalarheimili fyrir aldraða, ef byðist í Stykkishólmi. Svörin voru jákvæð: SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.