Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 48
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON, bæjarstjóri: BOLUNGARVIKURHÖFN Vegna hinnar hagstæðu legu gagnvart gjöfulum fiskimiðum varð Bolungarvík þegar á landnámsöld verstöð, sem sótt var til frá flestum byggðum við Djúpið og raunar víðar frá, svo sem sagan greinir. Landnámskonan Þuríður sundafyllir virðist þeg- ar hafa gert sér ljósa grein fyrir þessari hagstæðu legu og nýtt sér hana til þess að tryggja afkomu sína og sinna. En eins og kunnugt er, skattlagði hún bændur við ísafjarðardjúp og þá væntanlega fyrir það, að þeir nýttu sér aðstöðuna á Bolungarvíkurmölum — að- stöðuna til að sækja á hin gjöfulu fiskimið, sem lágu svo skammt undan. Hefur gjaldtaka þessi, sem við gætum kallað „aðstöðugjald'1, væntanlega verið það sama og síðar var kallað ,,vertollur“ og „skreiðar- tollur“. Snemma á öldum féllu tollar þessir að hálfu undir Vatnsfjarðarkirkju, og hélzt svo allt fram yfir síðustu aldamót. Hinn helmingurinn fylgdi áfram þeim jörðum, sem eignarhald höfðu á Mölunum. M. a. vegna þessara tolla voru jarðirnar löngum eftirsóttar af veraldlegum valdsmönnum og auðmönnum fyrri alda. Ekki greinir sagan frá neinu, sem bendir til þess, að eigendurnir hafi haft uppi áform eða gert til- raunir til þess að bæta lendinguna. Elzta skráða heimildin, sem gefur til kynna, að menn hafi hugleitt hafnargerð hér, er þó frá árinu 1775. Er þar um að ræða hugmynd að grafa skurð í gegnum malarkambinn og í tjörn, sem Drymla hét og var fyrir ofan malarkambirin, og nota hana fyrir skipalægi. Þetta var þó dæmt næstum ókleift, þótt mikið yrði í kostnað lagt, bæði vegna malarkambsins og brimrótsins, sem hér verður mjög mikið, einkum á haustin, eins og í heimildum segir. Þá var og þess getið, að vatnið i Drymlu væri gruggugt og talið hættulegt heilbrigði sjómanna. Þessi hugmynd kom upp seinna, og verður þess getið nánar hér á eftir. Þegar verzlunin var gefin frjáls hér á landi árið 1788, settu Björgvinarkaupmenn hér á stofn verzlun — reistu hér fiskverkunarhús og aðrar byggingar. Þeir voru þó aðeins með starfsemi hér í 6 eða 8 ár, og ekki er vitað, að þeir eða aðrir kaupmenn, sem hér höfðu aðstöðu þá, hafi haft uppi nein áform um lendingarbætur. Lendingarbætur undirbúnar Það er því ekki fyrr en heimamenn hófu hér fisk- kaup og annan rekstur skömmu fyrir síðustu alda- mót, að heimildir greina frá ákveðnum umræðum um nauðsyn á því að bæta hér lendinguna, en um það leyti gengu að jafnaði á vertíðum milli 70 og 80 áraskip og kominn vísir að fastri byggð á Mölunum. Tók Skúli Thoroddsen, alþingismaður, málið upp á Alþingi árið 1899 og bar fram tillögu þess efnis, að verkfræðingur yrði fenginn til að rannsaka lending- una í verstöðinni Bolungarvík og gjöra áætlun um kostnað við byggingu brimgarðs, er gjöri lendinguna SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.