Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 52
burt og unnið að dýpkun. Var viðgerðinni lokið á
tveimur árum.
Enn urðu að vísu nokkrar skemmdir, sem gert var
við árin 1951 og 1952. Þá var Brjóturinn styrktur
með smærri aðgerðum næstu árin.
Endurbygging
hafin árið 1960
Það var svo árið 1960, að hafizt var handa við
framkvæmdir, sem voru nánast endurbygging
„Brjótsins". Rekið var niður stálþil meðfram honum
öllum og fyrir enda hans, og einnig var hann
breikkaður nokkuð. Þessum framkvæmdum lauksvo
Veifað í kveðjuskyni að lokinnl vel heppnaðri heimsókn tll
Bolungarvíkur, en fundarmenn voru um borð í Fagranesi,
þar sem Bergsteinn Gizurarson tók myndina. Á henni miðri
er greinarhöfundur, Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri.
árið 1964, og var Brjóturinn kominn í núverandi
horf, liðlega 200 m langur eða nær helmingi lengri
en áformað var, þegar verkið var hafið.
Um tæknilegu hlið verksins og undirbúning
framkvæmdarinnar mætti hafa langt mál, en út í
það fer ég ekki. Þó vil ég taka fram, að ég tel, að
verkið, sem unnið var á árunum 1960 til 1964, sé
tæknilega vel unnið, enda hefur Brimbrjóturinn nú
staðið af sér reginátök i 16 ár án þess að láta á sjá.
Ef við lítum til baka til ársins 1911, virðist það svo
nú, þegar hafður er í huga tæknilegur undirbúning-
ur verksins, ófullkominn tækjakostur og fjárhags-
legur grundvöllur, að það hafi verið stórhuga
ákvörðun að ætla sér að byggja hafnarmannvirki
beint út í brimgarðinn, og vafalaust má um það
deila, hvort raunsæi hafi legið þar að baki. En þegar
Brimbrjóturinn, varnargarðurinn, var kominn, þá
fyrst var skapaður möguleiki á því að byggja hér
bátahöfn.
Ég ætla ekki að lýsa síðari áföngum í hafnar-
byggingunni hér, enda sá eftirleikur áfallalaus og
sýnu auðveldari í framkvæmd.
Örugg höfn undirstaða
byggðar í Bolungarvík
Hins vil ég þó geta, að það var fyrst árið 1972, eða
fyrir aðeins 8 árum, að bátaflotinn gat legið öruggur
í heimahöfn, þótt hafrót gerði. En allt til þess tíma
bjuggu bolvískir sjómenn við þær aðstæður að þurfa
að flýja heimahöfn, þegar óveður gerði, og leita
hafnar á ísafirði.
En það hefur ekki einungis verið hafnleysið, sem
verið hefur orsök þess, að byggðin hér í Bolungarvík
hefur átt í vök að verjast, þótt það eitt fyrir sig hafi
verið ærið vandamál. Sú þjóðfélagsbreyting, sem
leiddi til fólksflótta frá vestfirzkum byggðum, var
einnig andstæð byggð hér. En hér gekk hún hins
vegar aldrei eins nærri og víðast annars staðar.
Heimamenn misstu aldrei trúna á því, að takast
mætti að koma hér upp viðunandi hafnaraðstöðu,
og þeir staðarkostir, sem gerðu Bolungarvík að stórri
verstöð um 10 alda skeið, eru ennþá fyrir hendi.
Því hefur það verið svo, að eftir þvi sem áfram
hefur miðað með hafnarbætur, hefur gróskan í at-
vinnulífinu aukizt og íbúunum fjölgað. Má og á það
benda í þessu sambandi, að á sama tíma og íbúa-
fjöldi á Vestfjörðum í heild hefur staðið í stað, þá
hefur ibúatalan hér tvöfaldazt.
Rétt er að undirstrika, að mikið vantar á, að komin
sé hér viðunandi hafnaraðstaða, og er því mikið verk
óunnið á því sviði. Við gerum okkur þess líka fulla
grein, að það verk verður mjög kostnaðarsamt, og
vera má, að viðhorf stjórnvalda kunni að vera eitt-
hvað á sömu lund nú og 1901 — að hœlt sé við, að
landinu sé Jyrst í stað ofvaxið að ráðast i slíkt fyrirtœki.
En við teljum okkur geta fært fyrir því sterk rök,
að það sé mjög arðbær fjárfesting fyrir þjóðarbúið að
fjárfesta í hafnarmannvirkjum hér.
SVEITARSTJÓRNARMÁL