Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 53
EINAR E. SÆMUNDSEN, landslagsarkitekt: TRJÁGRÓÐUR í ÞÉTTBÝLI Ég þekki mann hér í borg, sem hefur um langan aldur verið mikill áhugamaður um trjá- og skógrækt. Við skulum kalla hann Jón. Fyrir um 30 árum átti þessi kunningi minn dágóðan reit rétt innan við bæinn, og hafði hann á nokkrum árum komið upp vænum trjálundi, sem óx og dafnaði framar öllum vonum. A þessum tíma var vinnudagur lengri en nú tíðk- ast, þetta var á þeim tíma, þegar sjálfboðaliðar hópuðust til gróðursetningarstarfa í Heiðmörk á vorkvöldum og í hverri mjólkurbúð hékk uppi hvatning til fólksins um að klæða landið nýjum búningi. Það kom á daginn, að á þessum stað voru skilyrði til trjáræktar með því bezta hér um slóðir, svo áður en varði varð Jónslundur orðinn hinn stæðilegasti og skóp Jóni umhverfi, sem hann naut til fullnustu. Hann sá hugsjónir sínar rætast þarna og einnig fyrirheit þeirra, sem mest höfðu barizt fyrir endur- heimt landgæða. En dag nokkurn, þegar ævintýri Jóns vinar míns hafði staðið í rúm 20 ár, vaknar hann upp við vondan draum. Borgin hans var farin að vaxa og reiturinn hans orðinn fyrir. Það er unnið á stórtækan hátt að skipulagningu, og áður en hann hefur áttað sig, hefur verið ákveðið, að hér eigi framtíðar íbúðarbyggð borgarinnar að standa. Jónslundurinn góði er á skipulagsuppdráttum að hálfu undir húsi og að hluta undir almenningsbilastæði. Nú eru höfð snör handtök. Mikið er í húfi, því peningarnir rýrna fljótt í verðbólgunni. Landið hans Jóns er losað. Hann fær trjálundinn metinn á dags- prísum. Örlög trjánna eru nú ráðin, og í bezta falli verða þau tekin upp með rótum og flutt burt. Lík- urnar á þvi, að þau lifi það af, eru kannski 50%. Líklegra er þó, að þau verði bara höggvin eða látin standa afskiptalaus og svo saxist smátt og smátt á þau, meðan undirbúningsframkvæmdir standa yfir. Að morgni nýs dags og annars árs er risið ný- tízkulegt hús á lóðinni, þar sem trjálundurinn hans Jóns stóð, og nýir ábúendur hefjast handa um að rækta garðinn sinn frá grunni, örugg um að mega njóta erfiðis síns um ókomna framtíð og líklega alls ókunn ánægju og basli Jóns á þessum sama stað. Oft vaknar sú spurning, hvort ekki megi við skipulagningu nýrra hverfa taka meira tillit til trjágróðurs, sem fyrir er. 47 SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.