Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 58
FRÁ STJÓRN SAMBANDSINS 5 MILLJÓNIR KRÓNA TIL ÍTALlUSÖFNUNAR Seinast í nóvembermánuði sl. urðu á Suður-Italíu jarðskjálftar, sem jöfn- uðu við jörðu heilu þorpin og urðu nokkrum þúsundum ntanna að fjör- tjóni. Sveitar- og héraðsstjórnarþing Evrópuráðsins, sem sambandið á að- ild að, stendur fyrir fjársöfnun hjá sveitar- og héraðsstjórnum í Evrópu til stuðnings við þau sveitarfélög, sem verst urðu úti i náttúruhamförum þessum. Fyrsta söfnunarféð, sem barst, var notað til brýnustu björgunarstarfa og byggingu bráða- birgðahúsnæðis, en nú er ætlunin, að fé það, sem sveitarfélög Evrópu safna, verði notað til þess að endurreisa skóla, dagvistarheimili og ráðhús, sem hrundu til grunna. Einnig munu vera uppi áform um að senda vinnuflokka sjálfboðaliða til uppbyggingarstarfsins á Suður-Italiu á komandi sumri. Við afgreiðslu á ársreikningi sam- bandsins fyrir árið 1980 ákvað stjórn þess að verja 5 milljónum gamalla króna af tekjuafgangi ársins til þessarar Italíusöfnunar. Á vettvangi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins hefur einnig verið rætt um sameiginlegar aðgerðir vegna náttúruhamfara og tjóna af völdum þeirra, og er Island meðal þeirra rikja, sem talin eru á hættusvæði vegna jarðskjálfta. KÖNNUN ÓVEÐURSTJÓNA Rikisstjórnin gerði eftirfarandi samþykkt á fundi hinn 19. febrúar sl.: „Rikisstjórnin samþykkir, að nú þegar fari fram könnun á þvi tjóni, sem varð i ofviðrinu aðfara- nótt 17. febrúarsl. Verði þess farið á leit við sveitarfélögin, að þau taki saman yfirlit yfir tjón i hverju byggðarlagi og komi niðurstöðum á framfæri við Samband islenzkra sveitarfélaga og ríkisstjórnina. Rikisstjórnin samþykkir enn- fremur, að undirbúin verði breyt- ingá lögum um Viðlagatryggingu Islands, þar sem m. a. verði gert ráð fyrir þvi, að tryggingin nái til tjóns af völdum fárviðris, eftir þvi sem unnt er. 1 þessu sambandi verði einnig endurskoðuð lög um Bjargráðasjóð og athugað, á hvern hátt sé rétt að skipta verkefnum milli hans og Viðlagatryggingar Islands. Þess verði óskað sérstaklega við tryggingafélögin, að þau einfaldi skilmála sina þannig, að ljósari verði sá rétturog þeir möguleikar, sem viðskiptamenn trygginganna hafi. Þá samþykkir ríkisstjórnin, að við afgreiðslu lánsfjárlaga verði tekið til athugunar, að hve miklu leyti þarf að gera ráð fyrir sér- stakri lánsfjárheimild til að auð- velda endurbætur mannvirkja, er tjónamat liggur fyrir.“ Samþykkt þessi var send stjórn sambandsins, sem fjallaði um efni hennar á fundi 20. febrúar, og var þeim tilmælum beint ti! sveitar- stjórna, þar sem tjón hefðu orðið 16. og 17. febrúar, að þær létu fara fram umbeðna könnun og sendi skrifstofu sambandsins niðurstöður hennar hið allra fyrsta. ODDVITASKIPTI I Sveitarstjórnarmálum 5. tbl. 1980 var skýrt frá oddvitaskiptum, sem orðið hefðu i nokkrum hreppum, frá því að Sveitarstjórnarmannatalið 1978—1982 kom út á sínum t'ima. Hér verður nú til viðbótar getið tveggja breytinga, sem einnig höfðu orðið, þótt fram hefði komið fyrr á árinu í samtali við nýjan oddvita, að oddvitaskipti hefðu orðið í öðrum þessara hreppa. Svalbarðsstrandarhreppur Það var i Svalbarðsstrandarhreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar hafði Bjarni Hólmgrimsson á Svalbarði tekið við sem oddviti hreppsins af Hreini Ketilssyni, sem varð útibús- stjóri Samvinnubankans á Sval- barðseyri. Samtal birtist við hinn nýja oddvita i 4. tbl. 1980. Auðkúluhreppur I Auðkúluhreppi i Vestur-ísa- fjarðarsýslu fluttist Kristján E. Björnsson, vélstjóri í Mjólkárvirkjun i Þingeyrarhrepp, en Hallgrímur Sveinsson, bóndi á Hrafnseyri, sem var varaoddviti, tók við sem oddviti hreppsins. Astæða þykir til að minna á, að skrifstofu sambandsins sé gert kunn- ugt um breytingar, sem verða á skip- an oddvita og annarra embættis- manna hjá sveitarfélögunum, því margir leita til skrifstofunnar til þess að fá gefin upp nöfn og heimilisföng þeirra. Áherzla er þvi lögð á, að jafn- an sé á skrifstofunni eintak af Sveitarstjórnarmannatali 1978—1982 með innfærðum öllum breytingum, sem á hafa orðið. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.