Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 6
KYNNING SVEITARFELAGA MÝRDALSHREPPUR Sýn til jökuls og fjalla út af Miö-Mýrdal; Reynisdrangar og Reynisfjall f forgrunni; til vinstri ræktunarlönd f Reynishverfi; til hægri Vikurþorp. Ljósm. Mats Wibe Lund. Hafsteinn Jóhannesson sveitarstjóri og Helga Halldórsdóttir, aðstoðarmaður sveitarstjóra Fram til ársins 1887 var Mýr- dalurinn eitt sveitarfélag sem náði frá Jökulsá á Sólheimasandi í vestri að Blautukvísl á Mýrdals- sandi í austri og var nefndur Dyr- hólahreppur hinn forni. Mýrdaln- um var skipt í tvo hreppa með konungsbréfi dagsettu 28. febrúar 1887 í Dyrhólahrepp og Hvammshrepp. Ástæður fyrir skiptingu hreppsins eru ekki fyllilega ljósar þar sem hreppsbækur eru ekki fyrir hendi frá þessum tíma en líkur benda til að ágreiningur um niðurjöfnun sveitar- þyngsla í austur- og vesturhluta hreppsins hafi valdið þar mestu um. Aödragandi sameiningarinnar 1984 Umræður um að sameina hreppana hefjast síðan á árinu 1968 fyrir frumkvæði sam- einingamefndar sveitarfélaga, sem skipuð var 1966 til að kanna möguleika á sameiningu sveitar- félaga, en nefndin beitti sér m.a. fyrir lagasetningu um sameiningu sveitarfélaga. Nefndin hélt fundi í Vík með báðum hreppsnefndun- um. Þar var samþykkt með 7 atkv. (2 sátu hjá) að hreppsnefndimar skipuðu hvor um sig tvo menn í nefnd til athugunar á sameiningu hreppanna. Þessi „athugunamefnd" mun hins vegar aldrei hafa komið saman og málið þannig fallið niður. Á árunum 1977 til 1980 voru sameiningarmálin eitt- hvað rædd að frumkvæði skipulagsstjóra ríkisins. Það er svo á sameiginlegum fundi hreppsnefndanna 2. nóv. 1980 að skipuð var sex manna nefnd, þrír frá hvorum 252

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.