Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 7
KYNNING SVEITARFÉLAGA Ketill Sigurjónsson orgelsmiður pipuorgeliö í Víkurkirkju. Ljósm. Kjartansson. viö nýja Þórir N. hreppi, til að vinna að sameiningu Hvammshrepps og Dyrhólahrepps. Það gerðist síðan 1. janúar 1984 að undangenginni kosningu íbúanna þar sem góður meiri- hluti í báðum hreppunum samþykkti sameininguna. Þróun íbúafjöldans Ibúatala Dyrhólahrepps hins foma, er hreppnum var skipt á árinu 1887, var 837 og hafði Hvammshreppur 455 íbúa og Dyrhólahreppur hinn nýi 382. Þegar hreppamir voru sameinaðir að nýju í Mýrdalshrepp hinn 1. janúar 1984 var íbúatalan 648, í Hvammshreppi 484 og í Dyrhólahreppi 164. Hinn 1. desember 1992 var íbúatala Mýrdalshrepps 596, þar af voru um 330 í Vík. íbúum hefur því fækkað um 241 frá 1887, þar af um 52 frá sameiningu hreppanna hinn 1. jan. 1984. Grunnskóli Tveir grunnskólar eru í Mýrdalshreppi, Ketilsstaða- skóli og Víkurskóli. I vetur eru 29 nemendur í Ketils- staðaskóla í 1.-7. bekk en 86 nemendur í Víkurskóla í 1.-10. bekk. íþróttakennsla í Víkurskóla fer fram í fé- lagsheimilinu Leikskálum en sundkennsla fyrir báða skólana fer fram í Skógum. Þá eru rekin mötuneyti í báðum skólunum fyrir þá nemendur sem þess óska. Við Víkurskóla starfa níu kennarar í tæplega sjö stöðugild- um en fimm kennarar við Ketilsstaðaskóla í rúmlega þremur stöðugildum. Auk þess starfa matráðskonur, ræstingarfólk, skólahjúkrunarfræðingur og skólabíl- stjórar við skólana en allir nemendur Ketilsstaðaskóla eru í skólaakstri og 20 nemendur Víkurskóla. Tónskóli Tónskóli var stofnaður árið 1981 og hefur starfsemi hans farið ört vaxandi á síðustu árum. I vetur stunda 52 nemendur nám við skólann en það eru 45% grunn- skólanemenda í hreppnum. Lúðrasveit er starfandi inn- Skólahljómsveit Mýrdalshrepps starfsár- iö 1992-1993 ásamt stjórnandanum, Kristjáni Ólafssyni. Ljósm. Helga Hall- dórsdóttir. 253

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.