Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 8
KYNNING SVEITARFÉLAGA an skólans og skipa hana um 20 nemendur. Nemendur skólans taka mjög virkan þátt t' samkomuhaldi í hreppnum og koma fram við ýmis tækifæri. Kennsla fer fram á tveim stöðum í hreppnum, í Ket- ilsstaðaskóla og í Vík, en þar hefur skólinn aðsetur uppi á lofti í Suður-Vík þar sem leikskóli er til húsa á jarð- hæðinni. Leikskóli Leikskólinn Suður-Vík er starfræktur í gömlu húsi sem byggt var árið 1902. Nýlega hefur verið ákveðið að starfsemi leikskólans skuli vera áfram í þessu gamla húsi en ekki verði farið út í byggingu nýs húss undir starfsemina. A leikskólanum eru að meðaltali um 30 böm og yfirleitt hefur verið hægt að verða við óskum allra um pláss. Þá hefur undanfarin ár verið rekin ung- bamadeild fyrir börn undir tveggja ára aldri. A síðasta ári var í fyrsta sinn ráðin fóstra til starfa við leikskólann. Þá hefur undanfarið verið unnið að þróun- arverkefni innan leikskólans og fékkst til þess verkefnis styrkur úr Þróunarsjóði leikskóla. Markmið verkefnis- ins er „að gera góðan „róló“ að leikskóla“. Er það verkefni vel á veg komið og nýlega var sótt um frekari styrk til að geta haldið verkefninu áfram og eru allir sem hér hafa komið nærri sammála um að vel hafi til tekist. Dvalarheimili aldraóra Árið 1989 var tekið í notkun nýtt og glæsilegt dval- arheimili fyrir aldraða. Húsið er tengt fjórum íbúðum aldraðra sem byggðar voru 1983. í nýju byggingunni eru tíu einstaklingsherbergi ásamt eldhúsi, baði og sameiginlegu rými. Á heimilinu eru nú 15 vistrými, þar af 7 á hjúkrunardeild, en tvær íbúðir eru leiguíbúðir. Við heimilið eru um 10 stöðugildi og starfa þar ein- göngu konur. Má segja að starfsemi heimilisins sé tví- 254 Hjólabáturinn Mýrdælingur, sem er aö miklu leyti notaöur I útsýnisferöir. Ljósm. Þórir N. Kjartansson.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.