Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 26
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA sveitarstjórnarráðs Evrópuráðsins nr. 48/1992, sem fjallar um valddreifingu og aukna sjálfsstjórn sveitar- félaga í Evrópu. Skýrslan byggir á ítarlegum rann- sóknum á opinberri stjórnsýslu og kemur þar fram að í mörgum ríkjum Evrópu hefur markvisst verið unnið að því að auka skilvirkni í opinberum rekstri með því að efla sveitarstjórnarstigið og auka sjálfstæði sveitarfé- laga. Þar eru færð fram rök fyrir því að með því að flytja ákvörðunarvaldið nær þeim sem þjónustunnar njóta er aukin von til þess að skilvirkni opinberrar þjónustu verði meiri og áherslur í rekstri og framkvæmdum verði í frekara samræmi við þarfir íbúa á hverjum stað. Sveitarstjórnarmenn hér á landi hafa lagt ríka áherslu á þessi sjónarmið á undanförnum árum. Fyrir réttum tveimur árum lýsti fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfé- laga stuðningi við hugmyndir um stækkun og eflingu sveitarfélaga. Jafnframt lagði fundurinn áherslu á að jafnhliða stækkun sveitarfélaga yrðu ný og aukin verk- efni færð yfir til sveitarfélaganna og tekjustofnar þeirra endurskoðaðir og tryggðir með tilliti til aukinna verk- efna. í framhaldi af samþykkt fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga skipaði félagsmálaráðherra nefnd til þess að útfæra nánar hugmyndir um stækkun og eflingu sveitarfélaganna. Meginmarkmiðið með starfi nefndarinnar var að leita leiða til þess að treysta byggð í landinu og auka skilvirkni stjórnsýslunnar. Ahersla var lögð á að ná víðtækri pólitískri samstöðu um tilllögur nefndarinnar, og til þess að auka líkur á því að svo mætti verða voru í nefndinni fulltrúar allra stjórnmálaflokka, sem sæti eiga á Alþingi, auk fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélaganefnd, sem svo var kölluð, tók til um- fjöllunar ýmsar hugmyndir um verkefni, sem æskilegt væri að færa yfir til sveitarfélaganna, og skilaði nefndin tillögum til félagsmálaráðherra í febrúarmánuði síðast- liðnum. Tillögum nefndarinnar um tilfærslu verkefna má í meginatriðum skipta í tvennt: Annars vegar eru verkefni sem sveitarfélögin gætu auðveldlega tekið yfir án breytinga á umdæmamörkum, en hins vegar eru verkefni sem einstök sveitarfélög ráða ekki við án þess að áður hafi komið til sameining fámennari sveitarfé- laga. Stærstu verkefnin, sem sveitarfélaganefnd telur unnt að fela sveitarfélögum, eru rekstur grunnskóla og heilsugæslu, rekstur öldrunarþjónustu og þjónusta við fatlaða. Með yfirtöku þessara verkefna er lauslega áætlað að árleg útgjöld sveitarfélaga aukist um 10 milljarða króna. Til þess að mæta þeim kostnaði er í meginatriðum lagt til að álagningarhlutfall útsvars hækki á kostnað tekjuskatts og að auknar verði jöfnun- argreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem þá fengi jafnframt aukna hlutdeild í heildarskatttekjum ríkisins. Tilfærsla grunnskólans Mjög hefur verið um það rætt hvort ekki væri æski- legt að sveitarfélögin taki að fullu og öllu yfir rekstur grunnskóla, og erum við þá komin að meginefni þess máls sem hér verður fjallað um. I mínum huga er þar um að ræða verkefni sem sveitarfélögin ættu hvað auð- veldast með að takast á við og það án þess að sameining sveitarfélaga þurfi að vera þar forsenda. Óhætt er að fullyrða að forsendur skólastarfs hafa tekið stórfelldum breytingum á þessari öld. Menntun er ekki lengur forréttindi fárra, heldur er góð menntun fyrir sem flesta talin forsenda nútímasamfélags. Þannig er algengt að fimmtungur vestrænna þjóða starfi við skólakerfið annaðhvort sem nemendur eða kennarar. í þróuðum ríkjum, sem svo eru nefnd, Bandaríkjunum, Japan og ýmsum Evrópuríkjum, sækja um eða yfir 90% unglinga nám í framhaldsskólum og yfir 50% af þeim sem útskrifast þaðan koma til með að stunda einhvers konar háskólanám að loknu framhaldsskólanámi. Þess- ar breyttu forsendur til mennta hafa gjörbreytt þeim kröfum sem gerðar eru til skólastarfs. Skólar þurfa nú að koma til móts við æ fjölbreyttari hóp nemenda, bæði hvað námsgetu og áhuga varðar, og á fjölbreyttari hátt en áður. A seinustu árum hefur orðið mjög vart vaxandi áhuga hjá stjórnvöldum víða um heim á gæðastjórnun í skólastarfi. Þessi aukni áhugi á gæðastjórnun í menntakerfinu á sér margvíslegar þjóðfélagslegar og pólitískar rætur, svo sem í vaxandi neytendasjónar- miðum og auknum kröfum um víðtækari ábyrgðar- skyldu og valddreifingu í opinberri stjórnsýslu. Menntakerfið tekur ekki aðeins til sín drjúgan hlut af opinberum útgjöldum, heldur fer þeim verkefnum fjölgandi, sem menntakerfinu er ætlað að sinna, sam- fara vaxandi kröfum þjóðfélagsins um skilvirkni og ár- angur í skólastarfinu. Gæðastjórnun í skólastarfi Almennt má segja að ýmsar stefnumótandi aðgerðir stjórnvalda í menntamálum hafi í áranna rás verið ómarkvissar hér á landi. Tíð stjórnarskipti og stefnu- leysi stjórnmálaflokka í skólamálum hafa skapað óstöðugleika og óvissu í skólastarfinu og rýrt trú al- mennings á skólunum. Hér á landi hafa verið gerðar fjölmargar breytingar á skólakerfinu, án þess að þeim breytingum hafi verið fylgt eftir með rannsóknum á áhrifum þeirra. Nægir hér að nefna breytingar eins og tilkomu fjölbrautakerfisins, áfangakerfisins og opnun framhaldsskólanna. Þá hefur lítið farið fyrir alþjóðleg- um samanburðarrannsóknum hér á landi. Við þessar aðstæður er hætta á að ákvarðanir stjórnvalda byggi fremur á tilgátum og hugmyndafræði en traustri þekk- ingu á skólastarfi í landinu. Einnig er mjög brýnt að efla traust almennings á skólakerfinu, því án slíks trausts er vandséð hvemig hægt er að afla skólastarfi þess stjórn- málalega meðbyrs, sem það svo bráðnauðsynlega þarf á að halda nú og í framtíðinni. (Könnun, sem gerð var 272
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.