Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 29
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Innlegg í skólamálaumræðu Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri Reykhólahrepps Grunnskólahúsiö á Reykhólum. Ljósm. U.Stef. Svanhildur Kaaber, einn forystu- manna kennara, vegur að mínum dómi ómaklega að okkur sveitar- stjórnarmönnum í skrifum sínum í Félagsblaði BK nýlega. í dreifbýlissveitarfélögum, þar sem fyrirhuguð er sameining, eru skólamál jafnan efst á baugi í sam- einingarumræðunni. Viðhorf Svan- hildar eru gegn sameiningu, eru gegn verkaskiptingu og valddreifingu, hún treystir aðeins ríkinu til þess að stjórna skólamálunum farsællega. Ég efast ekki um að Svanhildur vill vel en jafn viss er ég líka um að hennar aðferð við að ná fram mark- miðinu er röng. Ég efast ekki um að stefna núver- andi ríkisstjórnar í sameiningarmál- um sveitarfélaga er rétt. Sameiningarumræðan nú snýst um það að stækka sveitarfélögin, koma við hagræðingu, færa til þeirra verk- efni og dæmið um reynslusveitarfé- lögin finnst mér staðfesting þess að nú eigi að takast á við hina lamandi hönd reglugerðarvalds skriffinnanna í Reykjavík með því að fækka og endurskoða lög og reglugerðir í þeim tilgangi að laga þau og þær að að- stæðum í héraði. Til staðfestingar því að Svanhildur fer með rangt mál tek ég dæmi sem er mér næst. Við síðustu verkaskiptalög ríkis og sveitarfélaga var búið svo um hnúta að dreifbýlissveitarfélög fengu nokkurt svigrúm til þess að endur- skipuleggja skólahald. Þá mörkuðu nýju grunnskólalögin þá stefnu í skólamálum dreifbýlissveitarfélaga að stefnt skyldi að daglegum skóla- akstri. Bæði þessi atriði eru almenns eðlis og af hinu góða. Hins vegar voru í lögunum einnig ákvæði sem ég tel að hafi verið takmarkandi og einkenn- andi fyrir hvað ekki hafi átt að vera þar. Dæmi þar um tel ég vera niður- lag 40. gr. laganna og efa ekki að sú setning hefur komið inn fyrir tilstilli Svanhildar og hennar félaga þar sem stendur „Menntamálaráðuneytið set- ur reglugerð um störf og starfslið í heimavistum og aðbúnað nemenda þar.“ Þetta tel ég að hafi ekki átt að vera í lögunum og tel að tilraunir með reynslusveitarfélög fjalli meðal ann- ars um að afnema slíkar greinar. Eðlilega vill Svanhildur það ekki vegna þess að hún treystir ekki fólki heldur bara ráðherrum með rétt við- horf. Ég er andstæðrar skoðunar, það á að treysta sveitarstjórnarmönnum betur en ráðuneytismönnum fyrir sunnan til þess að leysa staðbundin vandamál og þá á að forðast svo sem frekast er kostur að binda hendur sveitarstjórnanna með lamandi laga- og reglugerðarákvæðum. Minni binding, meira frelsi mun verða sveitunum til góðs og leiða til örari framfara en nú eru. Aukið svigrúm eins og t.d. með síðustu verkaskiptalögum mun kalla fram það fyrirkomulag sem best mun þykja og þeim sveitarstjórnendum sem ekki verða við kalli tímans verður einfaldlega skipt út af fyrir aðra sem hafa áræði og kjark til þess að breyta til betri vegar. Máli mínu til stuðnings vil ég nefna eftirfarandi: Menntamálaráðherra setti í krafti ákvæða 40. gr., sem fyrr getur, reglugerð sem öðlaðist gildi 30. jan- 275

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.