Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 33
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Framkvœmdastjórn VSI um sameiningu sveitarfélaga:
„Löngu tímabær hagræðing í skipu-
lagi opinberrar þjónustu“
Vinnuveitendasamband íslands
hefur látið Sveitarstjórnarmálum í té
svofellda samþykkt sem fram-
kvæmdastjórn þess gerði á fundi í
september um sameiningu sveitarfé-
laga:
„Framkvœmdastjórn Vinnuveit-
endasambands Islands styður ein-
dregið tillögur um sameiningu
sveitarfélaga og telur að með þeim
hætti geti löngu tímabœr hagrœðing
í skipulagi opinberrar þjónustu orð-
ið að veruleika.
Fækkun og stœkkun sveitarfélaga
fylgir ekki einasta sparnaður í
stjórnsýslu heldur einnig í rekstri og
fjárfestingu, sem lœkkað getur
kostnað atvinnulífs og almennings
um allt land. Sameining sveitarfé-
laga leiðir til stœkkunar atvinnu-
svœða og sveigjanlegri vinnumark-
aðar, þar sem skammtímahagsmunir
einstakra sveitarfélaga standa ekki
í vegi nauðsynlegrar hagrœðingar í
atvinnulífinu. Samnýting opinberrar
þjónustu getur orðið virkari og
uppbygging samgöngukerfisins -
hafna, flugvalla og vega - getur
tekið mið af sameiginlegum hags-
munum heilla atvinnusvœða og
þannig aukið samkeppnishœfni ís-
lensks atvinnulífs.
Tekjur sveitarfélaganna hafa
vaxið gríðarlega síðustu ár. Frá
1985 hefur raungildi tekna sveitar-
félaganna aukist um 25%, eða sem
svarar rúmum 7 þúsund krónum á
mánuði hjá hverri fjögurra manna
fjölskyldu. Þrátt fyrir þessa einstöku
tekjuþróun eiga minni sveitarfélög í
vaxandi etfiðleikum með að sinna
þjónustuhlutverki sínu og þau stœrri
safna skuldum. Þeim vanda verður
ekki lengur mœtt með hœkkun gjalda
á einstaklinga og atvinnufyrirtœki.
Þar er meira en nóg að gert.
Vaxandi samkeppni heima og er-
lendis knýr á um það að fyrirtœkin
lœkki framleiðslukostnað vilji þau
halda viðskiptum. Frammistaða
þeirra rœður því hvert atvinnustigið
verður á nœstu árum. Alþjóðleg
samkeppni fer harðnandi, hvort
heldur er varðar sölu á vörum eða
þjónustu og íslensk fyrirtæki þurfa
á öllu að halda til að eiga möguleika
íþessari samkeppni. Þess vegna eru
það jafnt hagsmunir fyrirtœkja sem
starfsmanna þeirra að ýtrustu hag-
kvœmni verði gœtt í opinberri þjón-
ustu. Skipulagsbreyting á borð við
stœkkun sveitarfélaga miðar að því
og stuðlar þannig að aukinni sam-
keppnishœfni fyrirtœkja um land
allt.
Vinnuveitendasamband Islands
treystir því að embœttismenn sveit-
arfélaga og á annað þúsund sveit-
arstjórnarmenn leggi þessu gríðar-
lega hagsmunamáli lið, vinni að
framgangi tillagna um sameiningu
sveitarfélaga og stœkkun atvinnu-
svœða, líti til hagsmuna atvinnulífs
og heimila og láti hugsanlegar
breytingar á eigin stöðu ekki standa
í vegi framfara. Atvinnuhorfur og
afkoma landsmanna á komandi
árum er undir því komin að einskis
verði látið ófreistað til að draga úr
óhagkvœmni og kostnaði á öllum
sviðum þjóðlífsins.
I kosningunum 20. nóvember
nœstkomandi verða greidd atkvœði
um það hvort óhagkvœmt skipulag
eigi að halda niðri lífskjörum og at-
vinnustigi eða hvort sveitarfélögin
eigi að þróast til nútímalegra og
hagkvœmara skipulags. Úrslit
þeirra munu því eiga stóran þátt íað
ákveða lífskjör á Islandi á komandi
árum. “
í frétt frá VSÍ, sem fylgdi ályktun
framkvæmdastjórnarinnar, segir að
hún telji tillögurnar um sameiningu
sveitarfélaga, sem kosið verður um
20. nóvember, eitthvert djarfasta
framlag síðustu ára til að gera opin-
beran rekstur og þjónustu skilvirkari
og ódýrari. Frá sjónarhóli atvinnu-
lífsins felist kostirnir í stærri at-
vinnusvæðum, bættri þjónustu við
atvinnulífið og nýjum forsendum
fyrir samvinnu og samruna fyrir-
tækja. Sameining sveitarfélaga stuðli
þannig að því að gera atvinnufyrir-
tækin hæfari til að standast sam-
keppni, framleiða, selja og veita at-
vinnu.
279