Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 35
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Upplýsingar og leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna um samein- ingu sveitaifélaga 20. nóvember Félagsmálaráðuneytið og Hagstofa íslands hafa látið Sveitarstjórnarmálum í té svofelldar upplýsingar og leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember: I. Lagaákvœði um atkvœðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga Um atkvæðagreiðslu vegna sérstaks átaks í samein- ingu sveitarfélaga er fjallað í 1. og 2. tölul. 1. gr. bráðabirgðaákvæðis við sveitarstjórnarlög nr. 8/1986, sbr. lög nr. 75/1993. I bráðabirgðaákvæðinu eru til- greindir tímafrestir vegna atkvæðagreiðslunnar, svo og að miða skuli kjörskrá við skráð lögheimili manns samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 1. september 1993. Að öðru leyti fer um atkvæðagreiðsluna eftir ákvæðum III. kafla sveitarstjórnarlaga. Ennfremur gilda lög um kosningar til Alþingis nr. 80/1987, sbr. lög nr. 10/1991 um breytingu á þeim, eftir því sem við á með þeim frá- vikum, sem sveitarstjórnarlögin ákveða. Þess ber að geta að með lögum nr. 10/1991 var framkvæmd kosn- inga einfölduð með ýmsu móti og því eru leiðbeiningar þessar einfaldari en við síðustu sveitarstjórnarkosning- ar. II. Kosningarréttur Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. og 2. tölul. bráðabirgða- ákvæðis laga nr. 8/1986, sbr. lög nr. 75/1993, eiga allir þeir kosningarrétt í væntanlegri atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum: a. Eru 18 ára þegar kosning fer fram. b. Eru íslenskir ríkisborgarar. c. Voru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 1. september 1993. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 8/1986 á maður kosningarrétt við atkvæðagreiðsluna þótt hann hafi til- kynnt flutning samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu, enda eigi ákvæði 9. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990 við um hagi hans og hann full- nægi að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. 19. gr. laga nr. 8/ 1986. Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laga nr. 8/1986 eiga enn- fremur kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem fullnægja skilyrðum a- og c- liða hér að framan, enda hafi þeir átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt miðað við 1. desember næstan fyrir kjördag. Þeir danskir ríkisborgarar, sem búsettir voru á íslandi 6. mars 1946 eða höfðu verið hér búsettir einhvern tíma á síðustu 10 árunum fyrir þann tíma, eiga kosningarrétt á Islandi þegar þeir dveljast hér, samkvæmt 1. gr. laga nr. 18/1944, sbr. 1. gr. laga nr. 85/1946. Þeir eru því ekki háðir skilyrðum um að hafa átt hér lögheimili samfellt í þrjú ár. III. Kjörskrár Sveitarstjórn annast um að kjörskrár séu gerðar og samningu þeirra lokið í tæka tíð fyrir framlagningu, þ.e. 27. október 1993. Samkvæmt 21. gr. laga nr. 8/1986 skal taka á kjörskrá alla þá sem fullnægja öllum kosningarréttarskilyrðum 19. gr. þeirra laga, sbr. 1. gr. laga nr. 75/1993. Kjörskrá skal byggð á kjörskrárstofni, sem Hagstofan hefur látið sveitarstjórnum í té. Á kjörskrárstofn eru tekin nöfn 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.