Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 38
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Uppbygging stjómkeifis í sameinuðu
sveitaifélagi við Eyjafjörð
í nokkrum umdæmanna, þar sem
kosið verður um sameiningu sveitar-
félaga 20. nóvember, hafa verið sett-
ar fram og ræddar hugmyndir um
uppbyggingu stjórnkerfis í samein-
uðu sveitarfélagi sem yrði að nokkru
breytt frá því sem almennt hefur
verið í sveitarfélögum.
Eyjafjöröur
Nefnd, sem starfað hefur á vegum
héraðsnefndar Eyjafjarðar frá því í
febrúar sl. urn sameiningu sveitarfé-
laga í Eyjafirði, hefur þannig gert
tillögur um uppbyggingu stjórnkerfis
og fleira. Nefndin hefur kynnt þessar
hugmyndir sínar á sameiginlegum
l'undi sveitarstjórnanna við Eyjafjörð
19. október og síðan sent þær á öll
heimili í umdæminu í greinargerð.
Hugmyndir nefndarinnar um upp-
byggingu stjórnkerfis sameinaðs
sveitarfélags í Eyjafirði fara hér á eftir
að nokkru í endursögn tímaritsins.
Æðsta stjórn, rekstrarsvið og
nefndir
Skipta má stjórnkerfi sveitarfélags
í tvo hluta. Annars vegar er um að
ræða lýðræðislega kjörna fulltrúa í
sveitarstjórn og nefndum hinna ýmsu
málaflokka. Þetta er hið stefnumark-
andi vald sveitarfélagsins. Hins veg-
ar er um að ræða embættismanna-
kerfi og rekstrarsvið sveitarfélagsins,
en það skal fara með daglega stjórn
sveitarfélagsins samkvæmt ákvörðun
kjörinna fulltrúa hverju sinni. Hér er
fjallað um þessa tvo hluta stjórn-
kerfisins í senn.
Sveitarstjórn
Sveitarstjórn fer með æðstu stjórn
sveitarfélags. Samkvæmt 11. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 skulu
kosnir 11-15 fulltrúar í stjórn sveit-
arfélags með þann íbúafjölda sem
yrði í sameinaða sveitarfélaginu.
Kosning færi fram samkvæmt 111.
kafla sveitarstjórnarlaga. Fundir
yrðu haldnir að jafnaði einu sinni í
mánuði í samræmi við 48. gr. sveit-
arstjórnarlaga. Sveitarstjórn yrði
stefnumarkandi fyrir sveitarfélagið.
Byggöarráð
Byggðarráð heyri beint undir
sveitarstjórn. Það yrði kosið skv. 55.
gr. núgildandi sveitarstjórnarlaga og
hafi 5-7 fulltrúa sem væru jafnframt
aðalfulltrúar í sveitarstjórn. Fundir
byggðarráðs yrðu allt að vikulega.
Hlutverk byggðarráðs er líkt og bæj-
arráðs. Það fer með æðsta vald
sveitarfélags milli funda sveitar-
stjórnar og getur t.d. skuldbundið
sveitarfélagið innan ramma fjárhags-
áætlunar (56. gr. sveitarstjórnar-
laga).
Framkvæmdastjóri
Gert er ráð fyrir að framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins heyri undir
sveitarstjórn og byggðarráð og sé
yfirmaður daglegs rekstrar þess.
Ráðning hans og starfssvið fer að
öðru leyti eftir 69.-71. gr. núgildandi
sveitarstjórnarlaga.
Svæðisnefndir
í 58. gr. núgildandi sveitarstjórn-
arlaga segir svo:
„Sveitarstjórn getur kosið nefnd
til að fara með afmörkuð málefni í
hluta sveitarfélags. Akveða má í
samþykkt um stjórn sveitarféiagsins
að slíka nefnd skuli kjósa í almenn-
um kosningum í sveitarhlutanum. “
Lagt er til að þessi heimild verði
nýtt og kosnar verði í almennum
kosningum þriggja til fimm manna
svæðisnefndir á nokkrum svæðum í
sameinaða sveitarfélaginu.
Jafnframt kemur til greina að
sveitarstjórn tilnefni formann svæð-
isnefndar en aðrir fulltrúar verði
kosnir í almennum kosningum.
Svæðisnefndir yrðu settar á stofn
þar sem fjarlægð frá aðalþjónustu-
kjarna eða aðrar aðstæður krefjast
þess. Hlutverk svæðisnefnda yrði
fyrst og fremst að veita sveitarstjórn
og byggðarráði ráðgjöf og umsögn
varðandi málefni viðkomandi svæða.
Sveitarstjórn yrði heimilt að ráða til
starfa með svæðisnefnd sérstakan
starfsmann, svokallaðan þjónustu-
stjóra, eftir því sem starfsumfang á
viðkomandi svæði gæfi tilefni til.
Hlutverk þjónustustjóra yrði m.a. að
sitja l'undi svæðisnefndar og vera
tengiliður hennar við sveitarstjórn.
A svæðum þar sem ekki yrði talin
þörf á að ráða þjónustustjóra gæti
formaður svæðisnefndar verið
tengiliður hennar við sveitarstjórn.
Nefndir einstakra málaflokka
Lagt er til að einstakir málaflokk-
ar, sem sveitarfélagið hefur umsjón
með, skiptist í fimm meginsvið.
284