Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 47
ATVINNUMÁL • vinnslu sjávarafurða, s.s. ígul- kerahrogna - og harðfiskvinnslu • vinnslu úr íslenskum jurtum, s.s. húðvörur, krydd, te o.fl. • iðnað, handverk hvers konar, minjagripagerð, leikfangagerð o.fl. • aðhlynningu grunnskólabama, fatlaðra barna, alzheimersjúkl- inga o.fl. • „kvennasmiðjur“ - opin verk- stœði, söluaðstöðu, veitingasölu, námskeiðahald. Fjöldi nýrra starfa Erfitt er að segja til um hve mörg ný stöðugildi munu skapast við styrkveitingar til einkaaðila en ætla má að þessar styrkveitingar nýtist strax um 220 konum og síðar, ef áætlanir styrkþega ganga eftir, rnunu bætast í þann hóp um 190 konur. Starfshópurinn leggur til að 53 konur verði styrktar til náms og 96 konur munu njóta góðs af styrkveit- ingum til sveitarfélaga. Af framan- sögðu er Ijóst að milli 370 og 560 konur munu á einn eða annan hátt tengjast þessari fjárveitingu. Auk þess má ætla að einhver ntargfeldis- áhrif verði af þessunt aðgerðum og afleidd störf skapist. Sértækar aðgerðir skila árangri Þess má að lokum geta að þær sértæku aðgerðir, sem hér hafa verið lagðar til, hafa á seinni árum verið taldar ákjósanlegur kostur á Norður- löndum og í Bretlandi þar sem at- vinnuleysi hefur verið mjög mikið í langan tíma. Yftrvöld þessara landa hafa komist að þeirri niðurstöðu að almennur styrkur til atvinnulausra er ekki vænleg leið til þess að vinna bug á atvinnuleysi. Heldur sé það væn- legra bæði frá sjónarhóli sveitarfé- lagsins og hins atvinnulausa að fara þá leið sem nú verður reynd, það er að láta fleiri einstaklinga gegna sama fjölda stöðugilda. Aukakostnaður sveitarfélagsins verður því aðeins í formi aukinnar skipulagningar. Það er ntun líklegra til árangurs að beina athyglinni að ákveðnum hópum og fylgja þeim styrkveitingum eftir með ákveðnum aðgerðum. Með tillögum sínum hefur starfs- hópurinn lagt áherslu á þetta og jafnframt lagt til að reynt verði að draga lærdóm af þessum fjárstuðn- ingi með því að metinn verði árangur aðgerðanna eftir tiltekinn tfma og settar verði leiðbeinandi reglur í Ijósi fenginnar reynslu. Því verður gerður samningur við hvern og einn styrk- þega, þar sem farið verður fram á greinargerð á vissum stigum verk- efnisins. Gefst þá kostur á að meta hvernig og hvort þessar sértæku að- gerðir hafa skilað sér í fjölgun at- Atvinnuleysistryggingasjóður: Styrkhæf verkefni verða að hefjast fyrir áramót Hinn I. október höfðu sveitar- félögin hlotið tæplega 304 millj. kr. í styrki af því 500 millj. króna framlagi, sem samkomulag varð um að sveitarfélögin reiddu af hendi til sjóðsins á árinu. Til þess að sveitarfélag geti enn fengið styrk úr sjóðnum þarf það að sækja um fljótlega því að verk- efni, sem styrkur er veittur til, verður að hefjast á þessu ári þótt framkvæmd þess nái yfir á næsta ár. Er þetta samkvæmt bréfi sem Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra hefur skrifað sam- bandinu þar sem hann tekur af tví- ntæli um þetta atriði. Nýlega hefur stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs þannig samþykkt styrkveit- ingu til sex mánaða verkefnis en ráðuneytið telur á hinn bóginn að sjóðnum sé óheimilt að samþykkja í lok yfirstandandi árs verkefni sem eiga að hefjast í byrjun næsta árs þó svo að framlag sveitarfé- laganna til sjóðsins á árinu verði á þeim tíma ekki uppurið. Sagt var frá styrkjum Atvinnu- leysistryggingasjóðs til sveitarfé- laga í samtali við Margréti Tóm- asdóttur, framkvæmdastjóra sjóðs- ins, í I. tbl. Sveitarstjórnarmála í ár, en helsta skilyrði fyrir styrk- veitingu úr sjóðnum er að þau verkefni, sem sótt er um styrk til, séu ný eða umfram venjuleg um- svif sveitarfélaga. Styrkir þeir sem sveitarfélög hafa fengið úr sjóðnum, hafa veitt atvinnu 2370 manns í 61 sveitar- félagi. Verkefnin, sem styrkir hafa verið veittir til á árinu, hafa flest verið í umhverfismálum, skógrækt og landgræðslu. Þau hafa verið við viðhald og endurbætur á húsum og öðrum mannvirkjum, vegna vinnu við söfn og varðveislu minja, við skóla og mötuneyti, við gang- brautavörslu og minjagripagerð. Loks hafa allmargir styrkir verið veittir vegna starfa þriðja aðila, s.s. prjóna- og saumastofa. Styrkumsókn til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs þurfa að fylgja ná- kvæmar upplýsingar urn verkefni það sem ætlunin er að vinna, kostnað, framkvæmdaaðila og áhrif þess á atvinnuástandið í sveitarfélaginu. Með umsókn þarf einnig að senda fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrirárið 1993 svo og upplýsingar um atvinnuleysi í sveitarfélaginu. 293
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.