Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 48
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Greinarhöfundur, Loftur Þorsteinsson oddviti, flytur ræöu viö vígslu íþróttahússins hinn 17. janúar sl. Nýtt íþróttahús í Hrunamannahreppi Loftur Þorsteinsson oddviti Langþráðu takmarki var náð þegar nýtt íþróttahús var tekið í notkun að Flúðum í Hrunamannahreppi hinn 17. janúar sl. Forsaga byggingarframkvæmd- anna er orðin býsna löng því skömntu eftir 1970 var farið að ræða þörfina fyrir íþróttahús og nokkru fyrir 1980 var fyrst sótt um fjárveitingu til byggingarframkvæmda. Mennta- málaráðuneytið átti lögum samkvæmt að standa undir stofnkostnaði á móti sveitarfélaginu þar sem að mestu var um skólamannvirki að ræða. Skiln- ingur virtist vera hjá ráðamönnum á þörf okkar fyrir íþróttahús þótt illa gengi að fá samþykki ríkisins fyrir fjárveitingu til að hefja framkvæmdir. Þó kom fljótlega undirbúningsfjár- veiting kr. 5.000,- sem þýddi að vísu það eina að verkið væri samþykkt einhvern tíma í næstu framtíð. Var þessum umsóknum síðan fylgt eftir með árvissri heimsókn til fjárveit- inganefndar Alþingis hvert haust en aldrei hækkaði upphæðin, sent veitt var, enda taldist okkur til að við ætt- um tíu eða tólf fimmþúsundkalla þegar loks fékkst fjárveiting úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga þegar sá sjóð- ur tók við þvf hlutverki að fjármagna stofnframkvæmdir eftir breytt verka- skipti ríkis og sveitarfélaga. Eitt atriði í þessari undirbúnings- vinnu er vert að drepa á, það eru stærðarmörk sem sett eru af hálfu hins opinbera við byggingar, svokallaðar normtölur. Samkvæmt þeim máttum við ekki byggja nema litlu stærri íþróttasal en þann sem þegar var til í félagsheimilinu. Það var alltaf draumur okkar að geta byggt íþrótta- hús af fullri stærð, það er að vera með löglegan handboltavöll. Félagsheimili Hrunamanna hefur vissulega þjónað vel til íþróttaiðkana síðan það var byggt en þar hafa, eins og í öðrum fjölnota húsum, verið ýmis vandamál sérstakiega varðandi geymslu og uppsetningu á íþróttatækjum enda hefur raunin verið sú að tæki til íþróttaiðkana hafa nánast ekki verið til hjá okkur. Einnig hefur þrátt fyrir mjög góðan vilja húsráðenda í félags- 294

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.