Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 51
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST
íþróttahúsiö i Þorlákshöfn. Ljósm. U. St.
íþróttahús f Þorlákshöfn
Jón R. Runólfsson, framkvœmdastjóri
VT-teiknistofunnar hf ói Akranesi
Þann 12. janúar 1991 var tekið í
notkun nýtt íþróttahús í Þorlákshöfn.
Húsið, sem er hannað af VT-teikni-
stofunni hf. á Akranesi, er byggt við
hlið sundlaugarinnar sem tekin var í
notkun árið 1981.
Sparnaður í byggingu og rekstri
Undirbúningsnefnd íþróttahúss-
byggingarinnar fór í skoðunarferð í
íþróttahús á Suðvesturlandi og skoð-
aði þá meðal annars íþróttahús sem
íþróttabandalag Akraness var að reisa
á Akranesi. Að þeirri ferð lokinni
lagði nefndin til að gengið yrði til
samninga við VT-teiknistofuna hf.
um hönnun og skyldu sömu hug-
myndir og á Akranesi lagðar til
grundvallar við hönnun húss í Þor-
lákshöfn. Aðalmarkmið skyldi vera
sparnaður í byggingu og rekstri.
Stæróir
Húsið er 1570 fermetrar að grunn-
fleti en gólfflatarmál þess með efri
hæð er 1815 fermetrar. Rúmmál
hússins er 13.400 rúmmetrar. fþrótta-
salurinn, sem rúmar löglega keppnis-
velli fyrir allar hefðbundnar inni-
greinar íþrótta, er 1150 fermetrar,
gólfið er fjaðrandi viðargólf og á það
eru merktir handknattleiksvöllur, 8
badmintonvellir, 5 blakvellir,
körfuknattleiksvöllur og tennisvöllur.
Fastir áhorfendapallar eru fyrir um
65 áhorfendur en útdregnir færanlegir
áhorfendapallar fyrir um 300 áhorf-
endur með fram annarri langhlið en
rými fyrir um 100 áhorfendur í stæð-
um með fram hinni langhliðinni og
um 100 á svölum í enda salar.
Byggingarkostnaóur
Byggingarkostnaður mannvirkisins
varð um 130 milljónir króna en þar af
voru um 10 milljónir vegna breytinga
á sundlaug.
Byggingaraðferó
Burðarvirki hússins er þriggja liða
límtrésbogar frá Límtré hf. á Flúðum.
297