Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 55

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 55
STJÓRNSÝSLA þjóðarbrotum af svipuðum eða ólík- um uppruna. Goðsögnin um hið sameinaða þjóðríki, byggt á sameig- inlegri tungu og menningu, hefur reynst bæði flókin og hættuleg í framkvæmd fyrir þorra Evrópuríkja, þótt okkur Islendingum þyki hún endurspegla raunveruleikann býsna vel. Flest Evrópuriki hafa, á þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er frá upphafi hugmyndarinnar unt þjóðríkið, mátt reyna meiri eða minni togstreitu milli borgara hvers ríkis unt sig vegna ólíks bakgrunns og menningar. Framan af fóru flest rikin þá leið að reyna að kúga þjóðernis- minnihluta undir menningu og tungu meirihlutans, með skólakerfið að vopni. Saga Sama, Katalana og Baska er meðal annars til vitnis um þetta. A síðari hluta þessarar aldar fór á hinn bóginn að aukast umburð- arlyndi stjórnvalda gagnvart þjóð- ernisminnihlutum og varð það ekki hvað síst vegna þess lærdóms sem menn drógu af tveimur stórstyrjöld- urn í álfunni. Kröfur þjóðernisminni- hluta um aukna sjálfsstjórn hlutu sums staðar brautargengi með því móti að þeim var veitt formleg sjálfsstjórn en í öðrum tilvikum var talið heppilegast að auka vald hér- aðs- og sveitarstjóma til að létta á þjóðernisspennu innan nkjanna. Eins og hér var stuttlega vikið að fyrr hefur þróun Evrópusamstarfsins ávallt byggst á sameiginlegum hags- munum aðildarríkja Evrópubanda- lagsins. Það kemur því ekki á óvart að unnt er að sjá merki hugmyndar- innar um eflingu héraðs- og sveitar- stjórna í Maastricht-samningi aðild- arríkja EB. Með Maastricht- samningnum var lögfest innan EB ný grundvallarregla, reglan um dreif- ræði (subsidiarité). Reglan um dreif- ræði felur í sér að ákvörðun skuli að jafnaði vera tekin á því stigi sem næst er borgurunum. Af þessu leiðir að aðeins skal taka ákvörðun á vett- vangi Evrópusamstarfsins að ekki náist betri árangur með því að taka hana innan hvers aðildarríkis fyrir Geymslu og skjalaskápar • Ný glæsileg lína af geymsluskápum. • Fjölbreytt úrval geymsluforma. • Mætir margvíslegum geymsluþörfum. • Mikið úrval lita. H. OLAFSSON & BERNHOFT Vatnagarbar 18 - s. 812499 301

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.