Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 62
ÝMISLEGT Stjómsýslumiðstöð á Sauðárkróki Stjórnsýslumiðstöðin á Sauöárkróki. Ljósm. Árni Ragnarsson. Snorri Björn Sigurðsson bœjarstjóri á Sauðárkróki Þann 15. október sl. var opnuð Stjómsýslumiðstöð á Sauðárkróki og jafnframt opnuð skrifstofa Byggða- stofnunar á Norðurlandi vestra. Hér- aðsnefnd Skagfirðinga á 30% í hús- inu en Byggðastofnun og Sauðárkrókskaupstaður 35% hvor. Það var í desember 1991 að stjórn Byggðastofnunar ákvað að opna skrifstofu á Sauðárkróki. I framhaldi af því hafði starfshópur á vegum Átaks hf., sem var atvinnuþróunar- félag fyrirtækja og stofnana á Sauð- árkróki, frumkvæði að því að benda Byggðastofnun, héraðsnefnd Skag- firðinga og Sauðárkrókskaupstað á að tilvalið væri að gera „gömlu kjör- búðina" við Skagfirðingabraut að stjómsýslumiðstöð, þar sem saman yrði safnað opinbemm skrifstofum ríkis og héraðs. Stjórn og forstjóri Byggðastofn- unar, héraðsnefnd Skagfirðinga og Sauðárkrókskaupstaður tóku hug- myndinni vel. Heimamenn töldu mjög mikils um vert að ofangreint hús yrði fyrir val- inu, vegna staðarvals, jafnvel þó því fylgdi nokkur aukakostnaður. Féllst Byggðastofnun á þetta sjónarmið heimamanna. Samkomulag var gert við Kaupfé- lag Skagfirðinga um kaup á húsinu 9. júní 1992. Byggingamefnd var skipuð og áttu sæti í henni Benedikt Guðmundsson frá Byggðastofnun, Hallgrímur Ingólfsson frá Sauðár- krókskaupstað og Þorsteinn Ás- grímsson frá héraðsnefnd Skagfirð- inga. Byggingarnefndin samdi við Áma Ragnarsson arkitekt um hönun og við Stoð hf. og Raftákn hf. um verk- fræðivinnu. Samið var við Trésmiðjuna Borg hf. um að annast endurbyggingu og var Bragi Skúlason byggingameist- ari. Aðrir aðalverktakar vom Ál- stoð/Gilsbúð og Vélsmiðjan Héðinn hf. Heildarkostnaður við kaupin á húsinu og breytingar innan húss og utan, ásamt lóðarframkvæmdum, er um kr. 114.000.000,- en húsið er rúmir 900 m2 að stærð. Þeir aðilar, sem fluttir eru í húsið eða flytja í húsið á næstunni, eru: héraðsnefnd Skagfirðinga, bygging- arfulltrúinn í Skagafirði, ferðamála- fulltrúi Skagafjarðar, heilbrigðisfull- trúi Norðurlands vestra, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Sauðárkróks, Fé- lagsmálastofnun Sauðárkróks, Byggðastofnun, Vinnueftirlit rfkis- ins, Héraðsdómur Norðurlands vestra og Verkakvennafélagið Ald- an. Rætt hefur verið við fleiri opinbera aðila sem ekki eru með skrifstofur á Norðurlandi vestra og má búast við að fleiri flytji inn á næsta ári, en þrem skrifstofum er enn óráðstafað. Það er samdóma álit að einstak- lega vel hafi tekist með breytingar á húsinu. Hafa hönnuðir og bygging- armenn unnið sérstaklega gott starf. Húsið, sem áður var farið að láta á sjá, er nú bæjarprýði. j 308

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.