Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 25
FÉLAGSMÁL
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
Jón Bjömsson, félagsmálastjóri á Akureyri
Efnið sem ég hef til umfjöllunar,
fjárhagsaðstoð á vegum sveitar-
félaga, á sér langa og afar litríka
sögu. I Noregi var ættarframfærslu-
kerfið ráðandi er Island byggðist;
bjargarlaust fólk átti ekki til annarra
að leita en til skylduliðsins. I upp-
hafi landnáms var sami háttur á hér-
lendis, en ættarframfærslan dugði
hér hins vegar lakar en þar. Þar kom
til að frændgarðurinn riðlaðist og
skiptist milli landanna, strjálbýli var
mikið hér og hallæri tíð, enda kunnu
landnemamir framan af illa á lands-
hagi. Það er álitið að þetta hafi verið
meginástæðan fyrir því að hér var
stofnað til nýrrar samfélagseiningar,
hreppsins, einhvem tíma á 10. öld.
Bjargarlausu fólki, sem enga af-
lögufæra átti að, hafði fjölgað svo
að annað kerfi en ættarframfærslan
þurfti til að koma. Þetta varð með
öðru hlutverk hreppsins og fólk á
vonarvöl átti síðan rétt til að fá
nauðþurftir sínar frá hreppnum, þar
sem það var upp fætt eða átti ætt að
rekja til.
Stundum er þetta tekið til marks
um það að íslendingar hafi þá þegar
sýnt framúrskarandi og einstæðan
félagsþroska en sé grannt skoðað
gengu reglumar miklu síður út á að
leysa vandann heldur en hitt að
koma honum af höndum sér með
því að loka hreppnum fyrir óefni-
legu fólki, koma í veg fyrir að það
fjölgaði sér innan hreppsins og vísa
því út ef tök vom á. Reglumar um
hreppsframfærslu mæltu annars fyr-
ir um það hvernig byrðunum af
ómögunum, sem hreppurinn sat
uppi með, skyldi jafnað niður á
hreppsbúa, ýmist með niðursetningu
eða skipulögðu flakki milli bæja.
Þegar tíundarlöggjöfin var sett árið
1096 var tekið að innheimta eigna-
skatt sem nefndur var tíund og
fjórðungi hennar var varið til að
styrkja þurfamenn í því skyni að
koma í veg fyrir að þeir kæmust í
þrot og lentu á sveit, m.ö.o. til þess
sem nú er kallað forvamarstarf.
Um langar og margar aldir var
það síðan ættarframfærslan annars
vegar og hreppsframfærið ásamt
þurfamannatíundinni hins vegar
sem tryggðu afkomu ósjálfbjarga
fólks, eða allt fram undir seinustu
aldamót. Þetta var harðneskjulegt
fyrirkomulag; það veitti engin fríð-
indi sem neinn sóttist eftir; að lenda
á sveit var jafnvel verra en sultur og
seyra og sá sem svo var ástatt um
missti bæði mannorð sitt og flest
mannréttindi. Á þessa raunasögu
minna orð og hugtök sem fléttuð
eru í þjóðarsöguna: vonarvölur,
hreppaflutningur, niðursetning, nið-
urboð, þurrabúð, ráðstafanir gegn
öreigagiftingum og búðsetuleyfi.
Grímur Thomsen orti svo úm sveit-
arlimina í kvæðinu „Sveitarþyngsl-
um“:
I sínum vösum hönd þeir hafa,
heimtist afþeim staif;
úr annarra vösum upp þeir grafa
allt, sem éta þaif;
annarra drekka þeir sveita og safa,
sultar fram er borin krafa
um skuld sem vœri’ eöa skyldan arf.
Hálfir af búum hreppsins sníkja
hvað sem enn er til;
afhinum raunar sumir svíkja,
sumir gera skil;
en - víst er, að það er engin ýkja,
að ómennskan og vesöld ríkja.
Meira eg ekki þar um þyl.
(Ljóðmœli 1906)
Undir síðustu aldamót dró til tíð-
inda. Nýjung, sem var trygginga-
reglan, barst norður hingað frá
Þýskalandi. Fyrsti vísirinn var
„Styrktarsjóður handa heilsubiluðu
og ellihrumu alþýðufólki“, sem
stofnaður var 1890; lífeyrissjóða-
kerfið er framhald þess máls. Upp
úr því tóku hlutimir að gerast hratt;
búðsetulögin voru að fullu afnumin,
árið 1905 þótti síðast taka því að
nefna í lögum að bannað sé að hafa
lífsviðurværi sitt af betli og flakki;
árið 1927 var jafnvel sveitarlimum
veitt kjörgengi til sveitarstjóma, ein-
um nítján ámm á eftir konum. Þegar
á öldina leið voru hinir yfirgrips-
miklu lagabálkar um velferðarþjón-
ustuna settir hver á fætur öðrum:
fræðslulög, heilbrigðislöggjöf, hús-
næðislöggjöf. Almannatryggingalög
gengu í gildi 1946, atvinnuleysis-
tryggingum var komið á 1956.
Með almannatryggingalögum
vom tilteknum hópum fólks tryggð-
ar ákveðnar lágmarkstekjur ef
sjálfsbjargargeta þess var skert af
heilsuleysi, elli eða örorku. Ríkið
tryggði þennan rétt. Löggjafinn hef-
ur hins vegar hina síðustu áratugi
mælt fyrir um sívaxandi þjónustu
sem borgaranum ber frá sveitarfé-
laginu sínu. í reyndinni hefur fram-
kvæmdin á þessu gengið afar mis-