Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 52

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 52
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SSH 1994: Höfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði Átjándi aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var haldinn 8. október 1994 í Félagsgarði, félagsheimili Kjósar- lirepps. Fundurinn var vel sóttur og voru ýmsar ályktanir og samþykktir gerðar. Fráfarandi formaður, Sveinn Andri Sveinsson, setti fundinn og flutti skýrslu stjómar og Jónas Eg- ilsson, framkvæmdastjóri SSH, gerði grein fyrir ársreikningum sam- takanna fyrir árið 1993 sem voru samþykktir. Guðbrandur Hannesson, oddviti Kjósarhrepps, bauð fundarmenn vel- komna til fundar í Kjósinni. Fundar- stjórar voru þeir Kristján Finnsson og Kristján Oddsson og fundarritari Sigurbjörn Hjaltason, allir hrepps- nefndarmenn í Kjósarhreppi. Á fundinum fluttu ávörp Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, fyrir hönd alþingismanna, Guðmundur Árni Stefánsson, þáv. félagsmála- ráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hjalti Jóhannes- son, framkvæmdastjóri Eyþings. Kveðjur bárust í skeyti frá Fjórð- ungssambandi Vestfirðinga. Eitt atvinnusvæöi Á fundinum var rætt um samstarf sveitarfélaganna í atvinnumálum. Framsöguræður héldu Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður atvinnu- málanefndar SSH, Ragnar Kjartans- son, framkvæmdastjóri Aflvaka Reykjavíkur hf., og Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands. Svofelld ályktun var samþykkt á fundinum: „Aðalfundurinn telur eðlilegt að við endurskoðun reglna um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði verði heimilað að ráða vinnuafl óháð búsetu. I núverandi reglum er skylt að nota vinnuafl af atvinnuleys- isskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Þar sem höfuðborgarsvæðið er eitt at- vinnusvæði er eðlilegt að veita heim- ild til ráðningar af atvinnuleysiskrá á svæðinu í heild sinni. Slíkt getur ver- ið nauðsynlegt, þar sem sérhæfða starfskrafta er ekki að finna í öllum sveitarfélögum innan svæðisins.“ Þá voru samþykkt harðorð mót- mæli við áform ríkistjómarinnar að gera sveitarfélögunum að greiða 600 millj. kr. til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Samræmd feróaþjónusta fatlaöra Svofelld ályktun var gerð á fund- inum: „Fundurinn samþykkir að kosin verði nefnd með þátttöku hlutaðeig- andi sveitarfélaga sem verði falið að gera tillögu um samræmt fyrir- komulag stjómunar á ferðaþjónustu fatlaðra og á skólaakstri fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin skili tillögu á næsta aðalfundi SSH. Að- alfundur SSH telur nauðsynlegt að samræma beri ferðaþjónustu fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt sé sjálfsagt réttlætismál fyrir fatlaða, enda er höfuðborgarsvæðið eitt at- vinnu- og þjónustusvæði. Áætluð fjárþörf vegna starfsins er kr. 750.000.“ Frá aöalfundinum I Félagsgaröi. Guömundur Árni Stefánsson, þáv. félagsmálaráöherra, i ræöustóli. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. 46

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.