Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 22
RAÐSTEFNUR Fjármálaráðstefnan 1994: Verri fjárhagur en áður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður sambandsins, lagði á það megináherslu í setningarræðu sinni á ráðstefnunni unt fjármál sveitarfé- laga, sem haldin var á Hótcl Sögu 23. og 24. nóvember sl., að fjárhag- ur sveitarfélaganna hefði versnað á allra síðustu árum. Hann vék að breytingunni sem gerð var á tekju- stofnum sveitarfélaga og á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga um áramótin 1989 og 1990. „Þá batnaði hagur sveitarfélaganna og rekstrar- afgangur þeirra jókst verulega. Síð- an hefur rekstrarafgangurinn undan- tekningalítið farið lækkandi og er hann nú hjá öllum þorra sveitarfé- laga sem hlutfall af tekjum orðinn lægri en hann var á árinu 1989. Ár- angurinn sem náðist með lagabreyt- ingunum 1989 hefur því að mestu gengið til baka og í heildina eru sveitarfélög nú verr sett en á því ári þegar gripið var til sérstakra ráðstaf- ana til að bæta fjárhag þeirra. Ein meginskýringin er sú að tekj- ur sveitarfélaganna hafa farið lækk- andi síðustu ár á sama tíma og rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa aukist. I því sambandi má m.a. nefna álögur ríkisins með lögreglu- skatti og framlögum til Atvinnu- leysistryggingasjóðs og töluverð aukning hefur verið í framkvæmd- um. Fjármál sveitarfélaga hafa því þróast ntjög til verri vegar síðustu ár. Skatttekjur sveitarfélaga lækkuðu í krónutölu um 2,9% milli áranna 1992 og 1993. Þetta gerist á sama tíma og verðlag hækkar um 4,1%. Skatttekjurnar hafa því lækkað um 7,2% að raungildi milli þessara ára. Á sama tíma og skatttekjurnar dragast saman aukast útgjökl sveit- arfélaga urn nær 14%. Mesta aukn- ingin er vegna félagsmála, umhverf- ismála og æskulýðs- og íþróttamála. Árið 1993 var rekstrarafgangur sveitarfélaga fyrir fjárfestingu urn 3.3 milljarðar króna, eða 12,9% af skatttekjum. Þrátt fyrir það fram- kvæmdu sveitarfélög fyrir um 9,2 milljarða kr„ eða sem nemur 36,1% af skatttekjum þeirra. Árið 1992 nárnu framkvæmdir sveitarfélaga 9.3 milljörðum kr., eða 35,5% af skatttekjum. Rekstrarafgangur sveit- arfélaga fyrir fjárfestingar var þá 6,9 milljarðar kr., eða 26,4% af skatt- tekjurn. Skuldir sveitarfélaga hafa því aukist verulega milli áranna 1992 og 1993. Heildarskuldir þeirra juk- ust um 4,7 milljarða kr. milli áranna en nettóskuldir um 5,1 milljarð. Peningalegar eignir sveitarfélaga voru 14,4 milljarðar kr. 1992 en voru í árslok 1993 um 14 milljarðar kr. og hafa því minnkað um 400 milljónir inilli þessara ára.“ Þróunina í fjármálum sveitarfé- laga kvað Vilhjálmur m.a. rnega rekja lil aukins atvinnuleysis á árinu 1993. Það hefði á árinu 1992 mælst 3% en á árinu 1993 4,3%. Á árinu 1994 væri gert ráð fyrir að atvinnu- leysið yrði um 4,8% og árið 1995 ívið hærra eða 4,9%. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga kvað hann hafa aukist um 50% milli ár- anna 1992 og 1993 og að það stefndi í töluverða aukningu milli áranna 1993 og 1994. Sveitarfélög hafa með beinum hætti tekist á við atvinnuleysið með ýmsum hætti, m.a. með átaksverk- efnum í samvinnu við Atvinnuleys- istryggingasjóð. Til slíkra verkefna Frá fjármálaráöstefnunni á Hótel Sögu. Viö boröiö sitja, taliö frá vinstri, Gísli Bragi Hjartarson, Siguröur Sigurösson og Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúar á Akureyri, Dan Jens Brynjarsson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar, Björk Guömundsdóttir, kona hans og framkvæmdastjóri héraösnefndar Eyjafjaröar. Fjær i rööinni sést Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjaröarsveitar. 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.