Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 22
RAÐSTEFNUR Fjármálaráðstefnan 1994: Verri fjárhagur en áður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður sambandsins, lagði á það megináherslu í setningarræðu sinni á ráðstefnunni unt fjármál sveitarfé- laga, sem haldin var á Hótcl Sögu 23. og 24. nóvember sl., að fjárhag- ur sveitarfélaganna hefði versnað á allra síðustu árum. Hann vék að breytingunni sem gerð var á tekju- stofnum sveitarfélaga og á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga um áramótin 1989 og 1990. „Þá batnaði hagur sveitarfélaganna og rekstrar- afgangur þeirra jókst verulega. Síð- an hefur rekstrarafgangurinn undan- tekningalítið farið lækkandi og er hann nú hjá öllum þorra sveitarfé- laga sem hlutfall af tekjum orðinn lægri en hann var á árinu 1989. Ár- angurinn sem náðist með lagabreyt- ingunum 1989 hefur því að mestu gengið til baka og í heildina eru sveitarfélög nú verr sett en á því ári þegar gripið var til sérstakra ráðstaf- ana til að bæta fjárhag þeirra. Ein meginskýringin er sú að tekj- ur sveitarfélaganna hafa farið lækk- andi síðustu ár á sama tíma og rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa aukist. I því sambandi má m.a. nefna álögur ríkisins með lögreglu- skatti og framlögum til Atvinnu- leysistryggingasjóðs og töluverð aukning hefur verið í framkvæmd- um. Fjármál sveitarfélaga hafa því þróast ntjög til verri vegar síðustu ár. Skatttekjur sveitarfélaga lækkuðu í krónutölu um 2,9% milli áranna 1992 og 1993. Þetta gerist á sama tíma og verðlag hækkar um 4,1%. Skatttekjurnar hafa því lækkað um 7,2% að raungildi milli þessara ára. Á sama tíma og skatttekjurnar dragast saman aukast útgjökl sveit- arfélaga urn nær 14%. Mesta aukn- ingin er vegna félagsmála, umhverf- ismála og æskulýðs- og íþróttamála. Árið 1993 var rekstrarafgangur sveitarfélaga fyrir fjárfestingu urn 3.3 milljarðar króna, eða 12,9% af skatttekjum. Þrátt fyrir það fram- kvæmdu sveitarfélög fyrir um 9,2 milljarða kr„ eða sem nemur 36,1% af skatttekjum þeirra. Árið 1992 nárnu framkvæmdir sveitarfélaga 9.3 milljörðum kr., eða 35,5% af skatttekjum. Rekstrarafgangur sveit- arfélaga fyrir fjárfestingar var þá 6,9 milljarðar kr., eða 26,4% af skatt- tekjurn. Skuldir sveitarfélaga hafa því aukist verulega milli áranna 1992 og 1993. Heildarskuldir þeirra juk- ust um 4,7 milljarða kr. milli áranna en nettóskuldir um 5,1 milljarð. Peningalegar eignir sveitarfélaga voru 14,4 milljarðar kr. 1992 en voru í árslok 1993 um 14 milljarðar kr. og hafa því minnkað um 400 milljónir inilli þessara ára.“ Þróunina í fjármálum sveitarfé- laga kvað Vilhjálmur m.a. rnega rekja lil aukins atvinnuleysis á árinu 1993. Það hefði á árinu 1992 mælst 3% en á árinu 1993 4,3%. Á árinu 1994 væri gert ráð fyrir að atvinnu- leysið yrði um 4,8% og árið 1995 ívið hærra eða 4,9%. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga kvað hann hafa aukist um 50% milli ár- anna 1992 og 1993 og að það stefndi í töluverða aukningu milli áranna 1993 og 1994. Sveitarfélög hafa með beinum hætti tekist á við atvinnuleysið með ýmsum hætti, m.a. með átaksverk- efnum í samvinnu við Atvinnuleys- istryggingasjóð. Til slíkra verkefna Frá fjármálaráöstefnunni á Hótel Sögu. Viö boröiö sitja, taliö frá vinstri, Gísli Bragi Hjartarson, Siguröur Sigurösson og Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúar á Akureyri, Dan Jens Brynjarsson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar, Björk Guömundsdóttir, kona hans og framkvæmdastjóri héraösnefndar Eyjafjaröar. Fjær i rööinni sést Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjaröarsveitar. 1 6

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.