Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 53
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM í lok aöalfundarins afhenfi Laufey Jóhannsdóttir, stjórnarmaður SSH, Sveini Andra Sveinssyni, fráfarandi formanni, viöurkenningu samtakanna fyrir störf hans sem for- maöur. Sveinn Andri var formaöur frá árinu 1990 til 1994, eöa fjögur ár, lengur en nokk- ur annar formaöur SSH. Ljósmyndin er frá SSH. Úrbætur í samgöngumál- um hjólreióafólks og gangandi vegfarenda Samþykkt var að beina því til stjómar samtakanna að liún beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaganna um úrbætur í samgöngumálum hjól- reiðafólks og gangandi vegfarenda. I ályktuninni segir síðan: „Sveitarfélög hafa á undanfömum árum lagt aukna áherslu á gerð göngu- og hjólreiðastíga. Mikið skortir hins vegar á að stígamir séu tengdir saman þannig að hjólreiða- fólk og gangandi vegfarendur kom- ist óhindrað milli sveitarfélaga. Gerð sérstakra stofnbrauta stuðlar vafalítið að aukinni útiveru fólks og er því verðugt samstarfsverkefni sveitarfélaganna." Úrbætur í samgöngumál- um hestamanna Samþykkt var að beina því til stjómar samtakanna að hún beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaganna um úrbætur í samgöngumálum hesta- manna. í ályktun fundarins segir: „Sveit- arfélög hafa á undanförnum árum lagt áherslu á gerð reiðvega. Mikið skortir hins vegar á að hestamenn komist óhindrað milli sveitarfélaga. Gerð sérstakra reiðvega stuðlar vafalítið að auknu öryggi fólks og er því verðugt samstarfsverkefni sveit- arfélaganna." Tillögu stjórnar um jöfnun at- kvæðisréttar var vísað til stjórnar SSH. Stjórn SSH í stjóm SSH eiga sæti 12 sveitar- stjómarmenn úr öllum sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu, tveir frá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Hafnarfirði, en einn frá hverju hinna sex aðildarsveitarfélaganna. I stjóm SSH fyrir næsta starfsár vom kjöm- ir borgarfulltrúarnir Hilmar Guð- laugsson og Steinunn Valdís Osk- arsdóttir fyrir Reykjavíkurborg, Amór Pálsson bæjarfulltrúi og Sig- urður Geirdal bæjarstjóri fyrir Kópavog, bæjarfulltrúamir Valgerð- ur Sigurðardóttir og Ámi Hjörleifs- son fyrir Hafnarfjörð, Laufey Jó- hannsdóttir fyrir Garðabæ, Jónas Sigurðsson fyrir Mosfellsbæ og Ema Nielsen fyrir Seltjamames og hreppsnefndarmennirnir Sigtryggur Jónsson fyrir Bessastaðahrepp, Kol- brún Jónsdóttir fyrir Kjalameshrepp og Kristján Finnsson fyrir Kjósar- hrepp. Á stjórnarfundi 28. október var Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, kjörinn formaður sam- takanna. Á aðalfundinum vom kosnir tveir endurskoðendur, fjórir fulltrúar í fræðsluráð til fjögurra ára, þrír full- trúar f stjóm Ferðamálasamtaka höf- uðborgarsvæðisins og fjórir fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar. Vióurkenning fyrir merkt framlag til umhverfis-, úti- vistar- og skipulagsmála Stjóm SSH veitir árlega sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipu- lagsmála. Markmiðið með þessari almennu viðurkenningu samtakanna er að hvetja sveitarstjómir, hönnuði og framkvæmdaaðila á höfuðborg- arsvæðinu til að leggja áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er á þessu sviði. Viðurkenningunni hef- ur verið úthlutað ellefu sinnum til 16 einstaklinga, stofnana og sveitar- félaga. Að þessu sinni var viðurkenning- in veitt Hafnarfjarðarbæ fyrir skipu- lagningu, uppbyggingu og frágang við Víðistaðasvæði sem er fjölnota útivistarsvæði. Landið er í senn ó- snortið hraunsvæði, skipulögð margnota leiksvæði, grasagarður, í- þróttasvæði, höggmyndagarður, tjaldstæði og lystigarður. Á jaðri svæðisins og tengt skipulagi og frá- gangi þess er dagvistarheimili, Víði- staðakirkja og Víðistaðaskóli, ásamt íbúðarhúsum. Kynnisferó um sveitina Fyrir hádegisverð var fundar- mönnum boðið í kynnisferð um Kjósarhrepp. Ekið var upp hjá Með- alfellsvatni, fram hjá Möðruvöllum og að Fremra-Hálsi og síðan til baka um Laxárdal að Vesturlandsvegi. Leiðsögumenn um þennan sveitar- hluta, sem kallaður er Eyjakrókur, voru þeir Guðbrandur Hannesson, oddviti í Hækingsdal, og Kristján Finnsson á Grjóteyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.